14. október 2010 kl. 17:15,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Jónas Rafnar Ingason aðalmaður
- Jón Davíð Ragnarsson aðalmaður
- Sigurbjörn Svavarsson vara áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar200509178
Frestað
Almenn erindi
2. Samráðshópur um ferðamál í Mosfellsbæ201010088
Kynnt verður samstarf hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Mosfellsbæ
Málið kynnt
3. Stefna í þróunar- og ferðamálum200905226
Í samræmi við þarsíðasta fund verður þetta mál tekið á dagskrá.
Frestað
4. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ201001422
Farið verður yfir tilraunaverkefni sem stóð yfir í sumar.
Málið kynnt
5. Tjaldstæði í Ævintýragarði200905229
Bryndís Haraldsdóttir, formaður stýrihóps um Ævintýragarð, mætir á fund nefndarinnar og segir frá hugmyndum um Ævintýragarð og tjaldstæðis
Bryndís Haraldsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar, mætti og sagði frá hugmyndum um Ævintýragarð. Þróunar- og ferðamálanefnd lýsir ánægju sinni með þá sýn sem Ævintýragarðurinn byggir á. Nefndin leggur áherslu á að kannaðir verði möguleikar á að koma upp tjaldstæði í Ævintýragarði sem er ein af grunnstoðum ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.