Mál númer 201509074
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Lagt fram til upplýsinga
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Ef marka má ágæta ársskýrslu sálfræðiþjónustu Mosfellsbæjar virðast verkefni sálfræðiþjónustu vera ærin. Í skýrslunni kemur fram að stöðugildi sálfræðinga séu aðeins 3. Samanlagður fjöldi barna í skólum og leikskólum er 2131 og þar af fékk sálfræðiþjónustan 177 ný tilvik á árinu og 42 sem fylgt var eftir frá fyrra ári inn á sitt borð. $line$Skv. upplýsingum sem Íbúahreyfingin hefur aflað geta liðið allt að 5-6 vikur milli reglubundinna viðtala við börn sem þarf að sinna í grunnskólum. Í ljósi eðlis verkefnisins er þetta mjög langur tími.$line$Íbúahreyfingin hefur því áhuga á að fá að vita hvort sálfræðingarnir telji sig geta annað þeim verkefnum sem þeim er ætlað á fullnægjandi hátt. Einnig óskar Íbúahreyfingin eftir svari við því hver hin almennu viðmið um fjölda stöðugilda séu.$line$Íbúahreyfingin leggur til að bæjarstjórn feli skólaskrifstofu að hafa milligöngu um að fá úr þessu skorið og miðli þeim upplýsingum til fræðslunefndar.$line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.$line$$line$Bókun V-, D- og S-lista:$line$Bæjarfulltrúar V-, D- og S-lista treysta skólaskrifstofu og fræðslunefnd til að fjalla um viðkomandi mál og eðlilegast væri að fyrirspurnir sem þessar kæmu fram í viðkomandi fagnefnd. Fulltrúar V-, D og S-lista þakka sálfræðiþjónustu fyrir góða og innihaldsríka skýrslu. $line$$line$Afgreiðsla 310. fundar fræðslunefndar samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 15. september 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #310
Lagt fram til upplýsinga
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur Skólaskrifstofu fór yfir ársskýrsluna.
Ársskýrslan lögð fram.