Mál númer 201305160
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Erindi Veiðifélags Úlfarsár þar sem óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar um framkvæmdir í Úlfarsá til að auðvelda uppgöngu laxa í ánni.
Afgreiðsla 144. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 17. október 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #144
Erindi Veiðifélags Úlfarsár þar sem óskað er eftir umsögn náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar um framkvæmdir í Úlfarsá til að auðvelda uppgöngu laxa í ánni.
Haraldur Guðjónsson vakti máls á því að hann myndi tengjast málinu og gæti því talist vanhæfur og bauðst til að víkja af fundi.
Nefndarmenn samþykktu samhljóða að hann tæki þátt í umræðum og viki ekki af fundi, en tæki ekki þátt í atkvæðagreiðslu um málið.
Umhverfisstjóra falið að koma umsögn nefndarinnar til Veiðifélags Úlfarsár. Umsögn nefndarinnar fylgir erindinu.