12. maí 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
Fundargerð ritaði
Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Aðalskipulag 2009-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Skipulags- og byggingarnefnd vísaði 23. nóvember 2010 fyrirliggjandi drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi 2009-2030 til umsagnar sviða og nefnda bæjarins. Um er að ræða eftirtalin gögn: Þéttbýlisuppdráttur 1:15.000, Sveitarfélagsuppdráttur 1:50.000, Greinargerð - stefna og skipulagsákvæði (Drög, maí 2010) og Umhverfisskýrsla (Drög, sept. 2010).
Málinu frestað til næsta fundar.
Almenn erindi
2. Erindi Alþingis, óskað umsagnar varðandi frumvarp til laga um ferðamálaáætlun 2011-2020201103411
1023. fundur bæjarráðs sendir frumvarpsdrögin til kynningar í þróunar- og ferðamálanefnd.
Málið tekið fyrir. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna umsögn um frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum.
3. Heilsufélag Mosfellsbæjar200903248
Skýrt frá stofnun félagsins sem fór fram 28. mars 2011 og sagt frá helstu verkefnum framundan, m.a. stefnumótunarfundi sem stefnt er á að halda 31. maí n.k.
4. Í túninu heima Bæjarhátíð Mosfellsbæjar 2011201105080
Rætt um tjaldstæðismál í tengslum við bæjarhátíð og aðrar uppákomur í Mosfellsbæ í sumar, svo sem Gogga galvaska og sagt frá fyrirætlunum um að koma upp bráðabirgðatjaldstæði við eldri deild Varmárskóla. Nefndin fagnar þessum hugmyndum og leggur áherslu á að tjaldstæðið verði opnað við fyrsta tækifæri.
Ákveðið að óska eftir því að Daði Þór Einarsson, umsjónarmaður hátíðarinnar, komi á næsta fund nefndarinnar og kynni drög að dagskrá.
5. Erindi Eggerts Gunnarssonar varðandi styrk til þáttargerðar201104204
Erindinu vísað til menningarmálanefndar