Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. maí 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Haraldur Haraldsson varaformaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður L Einarsson aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála

Fundargerð ritaði

Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  • 1. Að­al­skipu­lag 2009-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

    Skipulags- og byggingarnefnd vísaði 23. nóvember 2010 fyrirliggjandi drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi 2009-2030 til umsagnar sviða og nefnda bæjarins. Um er að ræða eftirtalin gögn: Þéttbýlisuppdráttur 1:15.000, Sveitarfélagsuppdráttur 1:50.000, Greinargerð - stefna og skipulagsákvæði (Drög, maí 2010) og Umhverfisskýrsla (Drög, sept. 2010).

    Mál­inu frestað til næsta fund­ar.

    Almenn erindi

    • 2. Er­indi Al­þing­is, óskað um­sagn­ar varð­andi frum­varp til laga um ferða­mála­áætlun 2011-2020201103411

      1023. fundur bæjarráðs sendir frumvarpsdrögin til kynningar í þróunar- og ferðamálanefnd.

      Mál­ið tek­ið fyr­ir. Starfs­manni nefnd­ar­inn­ar fal­ið að vinna um­sögn um frum­varp­ið í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

      • 3. Heilsu­fé­lag Mos­fells­bæj­ar200903248

        Skýrt frá stofn­un fé­lags­ins sem fór fram 28. mars 2011 og sagt frá helstu verk­efn­um framund­an, m.a. stefnu­mót­un­ar­fundi sem stefnt er á að halda 31. maí n.k.

        • 4. Í tún­inu heima Bæj­ar­há­tíð Mos­fells­bæj­ar 2011201105080

          Rætt um tjald­stæð­is­mál í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð og að­r­ar uppá­kom­ur í Mos­fells­bæ í sum­ar, svo sem Gogga gal­vaska og sagt frá fyr­ir­ætl­un­um um að koma upp bráða­birgða­tjald­stæði við eldri deild Varmár­skóla. Nefnd­in fagn­ar þess­um hug­mynd­um og legg­ur áherslu á að tjald­stæð­ið verði opn­að við fyrsta tæki­færi.

          Ákveð­ið að óska eft­ir því að Daði Þór Ein­ars­son, um­sjón­ar­mað­ur há­tíð­ar­inn­ar, komi á næsta fund nefnd­ar­inn­ar og kynni drög að dagskrá.

          • 5. Er­indi Eggerts Gunn­ars­son­ar varð­andi styrk til þátt­ar­gerð­ar201104204

            Er­ind­inu vísað til menn­ing­ar­mála­nefnd­ar

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30