Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. desember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ný­bygg­ing við íþróttamið­stöð­ina að Varmá201202172

    Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út búnað í nýtt íþróttahús að Varmá.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að við­hafa út­boð á bún­aði fyr­ir fim­leika í nýtt íþrótta­hús að Varmá.

    • 2. Vá­trygg­ing­ar Mos­fells­bæj­ar - út­boð201310173

      Niðurstaða útboðs á vátryggingum Mosfellsbæjar. Óskað er heimildar til að ganga til samninga við lægstbjóðanda TM.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila stjórn­sýslu­sviði að ganga samn­inga við lægst­bjóð­anda TM.

      • 3. Er­indi lög­reglu­stjóra varð­andi um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir Veislu­garð ehf.201312048

        Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Veislugarð ehf. í Hlégarði.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu rekstr­ar­leyf­is hvað varð­ar opn­un­ar­tíma eða önn­ur at­riði eins og þau eru til­greind í fyr­ir­liggj­andi um­sókn, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

        • 4. Út­svars­pró­senta201312072

          Viðauki við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13.11.13 um tilfærslu þjónustu við fatlaða og breyting útsvarsprósentu því samhliða

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar.

          • 5. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2013201312065

            Þjónustukönnun sveitarfélaga nóvember 2013. Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála mætir á fundinn og fer yfir könnunina.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS) for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og upp­lýs­inga­mála.
            Þjón­ustu­könn­un­in lögð fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30