12. desember 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út búnað í nýtt íþróttahús að Varmá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa útboð á búnaði fyrir fimleika í nýtt íþróttahús að Varmá.
2. Vátryggingar Mosfellsbæjar - útboð201310173
Niðurstaða útboðs á vátryggingum Mosfellsbæjar. Óskað er heimildar til að ganga til samninga við lægstbjóðanda TM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að ganga samninga við lægstbjóðanda TM.
3. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Veislugarð ehf.201312048
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Veislugarð ehf. í Hlégarði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
4. Útsvarsprósenta201312072
Viðauki við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 13.11.13 um tilfærslu þjónustu við fatlaða og breyting útsvarsprósentu því samhliða
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2013201312065
Þjónustukönnun sveitarfélaga nóvember 2013. Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála mætir á fundinn og fer yfir könnunina.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.
Þjónustukönnunin lögð fram.