12. september 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
Framkvæmdasýsla Ríkisins mótmælir skuldajöfnun gatnagerðargjalda og krefst greiðslu á eftirstöðvum reiknings.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara bréfi Framkvæmdasýslunnar.
2. Erindi Umferðarstofu varðandi umferðaröryggisáætlun201001142
Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í september 2013 ásamt tillögu að framkvæmdar- og aðgerðaráætlun. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa umferðaröryggisskýrslunni til fjárhagsáætlunar 2014 og frekari skoðunar.
3. Skólaakstur 2013-142013082049
Bréf varðandi skólaakstur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fæðslusviðs.
4. Erindi Lögreglustjórans varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis KFC201309086
Erindi Lögreglustjórans varðandi umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi KFC að Háholti 9 í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
5. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjárhagsáætlun skíðasvæða 2014201309168
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjárhagsáætlun skíðasvæðanna 2014 og kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.
Samþykkt með þremur atkvæðum framkomin fjárhagsáætlun síðasvæðanna og þar með kostnaðarskiptingu milli þeirra vegna ársins 2014.
6. Ágóðahlutagreiðsla 2013201309188
Lögð fram tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um greiðslu ágótahlutar til Mosfellsbæjar að upphæð kr. 3.247.500,- vegna ársins 2013.
Erindið lagt fram.