Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. september 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fram­halds­skóli - ný­bygg­ing2010081418

    Framkvæmdasýsla Ríkisins mótmælir skuldajöfnun gatnagerðargjalda og krefst greiðslu á eftirstöðvum reiknings.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að svara bréfi Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar.

    • 2. Er­indi Um­ferð­ar­stofu varð­andi um­ferðarör­ygg­is­áætlun201001142

      Lögð fram umferðaröryggisskýrsla fyrir Mosfellsbæ dags. í september 2013 ásamt tillögu að framkvæmdar- og aðgerðaráætlun. Skýrslan er unnin á Umhverfissviði samkvæmt samstarfssamningi við Umferðarstofu frá 17.8.2010.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa um­ferðarör­ygg­is­skýrsl­unni til fjár­hags­áætl­un­ar 2014 og frek­ari skoð­un­ar.

      • 3. Skóla­akst­ur 2013-142013082049

        Bréf varðandi skólaakstur.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fæðslu­sviðs.

        • 4. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans varð­andi um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is KFC201309086

          Erindi Lögreglustjórans varðandi umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi KFC að Háholti 9 í Mosfellsbæ.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

          • 5. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi fjár­hags­áætlun skíða­svæða 2014201309168

            Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjárhagsáætlun skíðasvæðanna 2014 og kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um fram­komin fjár­hags­áætlun síða­svæð­anna og þar með kostn­að­ar­skipt­ingu milli þeirra vegna árs­ins 2014.

            • 6. Ágóða­hluta­greiðsla 2013201309188

              Lögð fram tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um greiðslu ágótahlutar til Mosfellsbæjar að upphæð kr. 3.247.500,- vegna ársins 2013.

              Er­ind­ið lagt fram.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30