14. mars 2018 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni Varmárskóla201803162
Kynning á upplýsinga- og fræðslufundi með hópi foreldra úr Varmárskóla sem haldinn var 27. febrúar 2018.
Málefni Varmárskóla rædd.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Fræðslunefnd leggur til að utanaðkomandi fagaðili verði fenginn til að gera úttekt á skólastarfi í Varmárskóla í því augnamiði að efla innra starf skólans, auka vellíðan og bæta árangur nemenda, styrkja stoðþjónustu og draga úr álagi á kennara. Úttektin leiði af sér tímasetta umbótaáætlun sem skólastjórnendur og kennarar fylgi eftir í samstarfi við fræðslusvið og fræðslunefnd. Tillaga felld með atkvæðum D, V og S lista.Bókun D,V og S lista.
Athugasemdir foreldra eru ávallt teknar alvarlega og er brugðist við þeim. Á fræðslusviði Mosfellsbæjar er unnið skipulega og faglega að úrbótum í samstarfi við skólastjórnendur og foreldra. Átak hefur verið gert í að koma upplýsingum til foreldra um þau verkefni sem unnið er að og um skólastarfið.Gestir
- Elísabet Jónsdóttir, Þórhildur Elvarsdóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir
2. Samræmd próf mars 2018201803165
Lagt fram til upplýsinga
Upplýsingar um framkvæmd samræmdra prófa í síðustu viku í rædd. Fræðslunefnd lýsir áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kom upp við framkvæmdina.
3. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017 - 2018201703415
Upplýsingar um fjölda barna og hreyfingar í Mosfellsbæ janúar og febrúar 2018 lagðar fram til upplýsinga
Nýjar tölur um fjölda barna í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar lagðar fram og kynntar. Fjölgun í samræmi við áætlanir.
4. Málefni nýbúa201803163
Erindi frá Hildi Margrétardóttur - Beiðni um upplýsingar um nýbúa í grunnskólum Mosfellsbæjar, móttaka, kennsla o.fl.
Fræðslunefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá Fræðslu- og frístundasviði. Erindið komi til umræðu síðar á fundi nefndarinnar.
5. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Kynning á Helgafellsskóla á fundi með íbúasamtökum Helgafellslands 6.3.2018.
Kynnt fyrir fræðslunefnd.