Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. mars 2018 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Pálmi Steingrímsson aðalmaður
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál­efni Varmár­skóla201803162

    Kynning á upplýsinga- og fræðslufundi með hópi foreldra úr Varmárskóla sem haldinn var 27. febrúar 2018.

    Mál­efni Varmár­skóla rædd.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
    Fræðslu­nefnd legg­ur til að ut­an­að­kom­andi fag­að­ili verði feng­inn til að gera út­tekt á skólastarfi í Varmár­skóla í því augnamiði að efla innra starf skól­ans, auka vellíð­an og bæta ár­ang­ur nem­enda, styrkja stoð­þjón­ustu og draga úr álagi á kenn­ara. Út­tekt­in leiði af sér tíma­setta um­bóta­áætlun sem skóla­stjórn­end­ur og kenn­ar­ar fylgi eft­ir í sam­starfi við fræðslu­svið og fræðslu­nefnd. Til­laga felld með at­kvæð­um D, V og S lista.

    Bók­un D,V og S lista.
    At­huga­semd­ir for­eldra eru ávallt tekn­ar al­var­lega og er brugð­ist við þeim. Á fræðslu­sviði Mos­fells­bæj­ar er unn­ið skipu­lega og fag­lega að úr­bót­um í sam­starfi við skóla­stjórn­end­ur og for­eldra. Átak hef­ur ver­ið gert í að koma upp­lýs­ing­um til for­eldra um þau verk­efni sem unn­ið er að og um skóla­starf­ið.

    Gestir
    • Elísabet Jónsdóttir, Þórhildur Elvarsdóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir
      BBr yf­ir­gaf fund­inn eft­ir þenn­an fund­arlið.
    • 2. Sam­ræmd próf mars 2018201803165

      Lagt fram til upplýsinga

      Upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd sam­ræmdra prófa í síð­ustu viku í rædd. Fræðslu­nefnd lýs­ir áhyggj­um yfir þeirri stöðu sem kom upp við fram­kvæmd­ina.

    • 3. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar á fræðslu­sviði 2017 - 2018201703415

      Upplýsingar um fjölda barna og hreyfingar í Mosfellsbæ janúar og febrúar 2018 lagðar fram til upplýsinga

      Nýj­ar töl­ur um fjölda barna í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar lagð­ar fram og kynnt­ar. Fjölg­un í sam­ræmi við áætlan­ir.

    • 4. Mál­efni ný­búa201803163

      Erindi frá Hildi Margrétardóttur - Beiðni um upplýsingar um nýbúa í grunnskólum Mosfellsbæjar, móttaka, kennsla o.fl.

      Fræðslu­nefnd vís­ar er­ind­inu til úr­vinnslu hjá Fræðslu- og frí­stunda­sviði. Er­ind­ið komi til um­ræðu síð­ar á fundi nefnd­ar­inn­ar.

      • 5. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

        Kynning á Helgafellsskóla á fundi með íbúasamtökum Helgafellslands 6.3.2018.

        Kynnt fyr­ir fræðslu­nefnd.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15