13. desember 2018 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar200811187
Kynning Skátafélagsins Mosverja á samstarfsverkefni um stikun gönguleiða á fjöll í Mosfellsbæ. Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri kynnir verkefnið.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir góða kynningu og góð störf skátanna undanfarin ár við stikun gönguleiða o.fl. Nefndin er jákvæð fyrir því að efla verkefnið enn frekar.
2. Sorphirða og endurvinnsla í Mosfellsbæ 2014201411037
Kynning á flokkun og endurvinnslu í Mosfellsbæ, starfsemi Sorpu bs. og urðunarstað í Álfsnesi. Fulltrúar frá Sorpu bs. koma á fundinn.
Umhverfisnefnd þakkar áhugaverða og góða kynningu um starfsemi Sorpu.
- FylgiskjalSOR_augl_MOSF_0218.pdfFylgiskjalSOR_BKL_A5_Plast_MOSF_0218_02.pdfFylgiskjalKari (2).pdfFylgiskjalGrenndargamar_stadsetning_2018_breyting.pdfFylgiskjalGasgerdarstod_deiliskipulag_greinargerd.pdfFylgiskjalGasgerdarstod_deiliskipulag_uppdrattur.pdfFylgiskjalGasgerðarstöð - glærukynning.pdfFylgiskjalEigendasamkomulag SORPU bs. 2013.pdfFylgiskjalUmhverfisnefnd Mosfellsbæjar 13.12.2018.pdf
3. Viðhald og endurnýjun fræðsluskilta í Mosfellsbæ201809335
Umræða um hugmyndir um endurnýjun fræðsluskilta í Mosfellsbæ. Lögð fram samantekt um fjölda og ástand fræðsluskilta.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í vinnu við endurskoðun texta og mynda á fræðsluskiltum og í framhaldi af þeirri vinnu verði skiltin eftir aðstæðum endurnýjuð og lagfærð. Umhverfisstjóra falið að vinna málið áfram.
4. Norrænt samstarf um betri bæi og íbúalýðræði201706309
Kynning á samstarfsverkefni um betri norræna bæi og íbúalýðræði
Umhverfisnefnd þakkar fyrir skýra og greinagóða kynningu, umræður um málið.