9. júní 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29, 99-101 og 109-113, breyting á deiliskipulagi201703401
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni dags. 22. maí 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29, 99-101 og 109-113.Frestað á 437.fundi.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vogatungu 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101, þar sem jafnframt verði gerð grein fyrir hvernig breytingin fellur að heildar yfirbragði götunnar og næsta umhverfi. Nefndin synjar breytingu á deiliskipulagi fyrir Vogatungu 109-113.
2. Reykjalundur - göngu og hjólastígar201705177
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs á málinu." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að greina málið frekar.
3. Sölkugata lokun við Varmárveg201705243
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs á málinu." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Nefndin felur umhverfissviði að skoða málið frekar.
4. Kerfisáætlun 2017-2026 - matslýsing201705030
Á 436. fundi skipulagsnefndar 12. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu." Frestað á 437. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Lagt fram.
5. Hraðastaðir I, landnr. 123653 - ósk um breytingu á deiliskipulagi.201704018
Á 434. fundi skipulagsnefndar 4. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi en ítrekar skilgreiningar landnotkunar i aðalskipulagi." Frestað á 437. fundi. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með áorðnum breytingum varðandi lóðarmörk og fráveitur.
6. Bjargslundur 6&8 - breyting á deiliskipulagi201705246
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni fh. Tekkk ehf. dags. 18. júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Bjargslundi 6 og 8. Frestað á 437. fundi.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
7. Hrísbrú - umsókn um breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.201705256
Borist hefur erindi frá ASK arkitekum dags. 23. maí 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi. Frestað á 437. fundi.
Formanni, varaformanni og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.
8. Laxatunga 41 / Fyrirspurn201705005
Kristján Ásgeirsson Básenda 7 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu niðurgrafna bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð 67,5 m2,211,5 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð bílgeymsla nær 380 sm. út fyrir byggingarreit. Frestað á 437. fundi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breyting á deiliskipulagi.
9. Tjaldanes, Umsókn um byggingarleyfi201705224
Fylkir ehf. Dugguvogi 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri gistiskála G1, G2, G3 og G4 að Tjaldanesi í samræmi við framlögð gögn. Stærð G1 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G2 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G3 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G4 173,9 m2, 615,9 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem land Tjaldaness er ódeiliskipulagt. Frestað á 437. fundi.
Nefndin synjar erindinu þar sem fyrirhuguð byggingaráform eru ekki í samræmi við gildandi Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030.
10. Umsögn um tillögu um kvöld- og næturakstur Strætó201705203
Á 1308. fundi bæjarráðs 1. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar." Theódór Kristjánsson vék af fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að útbúa drög að umsögn sem lögð verði fram á næsta fundi.
11. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar.201604166
Á 692. fundi bæjarstjórnar 5. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Bryndís Haraldsdóttir, fulltrúi D-lista, leggur til að afgreiðslu skipulagsnefndar verði breytt með þeim hætti að skipulagsfulltrúa verði falið að annast forkynningu á tillögunni skv. 2 mgr. 30. gr. skipulagslaga og m.a. boða til opins húss til kynningar á tillögunni fyrir almenningi." Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur verið kynnt á opnu húsi 29. maí 2017 og með tölvupósti til nágrannasveitarfélaga og svæðisskipulagsnefndar 2. maí 2017.
Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
12. Þingvallavegur - hraðamæling201705307
Borist hefur erindi dags. 30. maí 2017 varðandi hraðamælingar á Þingvallavegi.
Lagt fram.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 310201706006F
Lagt fram.