8. mars 2012 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Indriði Jósafatsson menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi SSH varðandi tillögur verkefnahóps SSH ( verkefnahópur 4 ) málefni innflytjenda201112338
Lagt fram.
4. Upplýsingaskylda félaga og félagasamtaka sem þiggja styrki frá Mosfellsbæ201202130
1064. fundur bæjarráðs vísar erindi Íbúahreyfingarinnar til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
Umsögn send bæjarráði.
Almenn erindi
2. Fundargerðir landsmótsnefndar fyrir landsmót 50 í Mosfellsbæ201203093
Lagt fram.
3. Íþrótta- og tómstundaþing Mosfellsbæjar201104020
Farið yfir skipulag íþrótta- og tómstundaþings sem verður haldið laugardaginn 17. mars nk. í Krikaskóla
5. Samningur við UMFA um stjórnun á útleigu á Íþróttamiðstöðinni að Varmá201203080
Samningur lagður fram og nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
6. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2012201203076
Samstarfssamningar lagðir fram. Nefndin felur starfsmönnum nefndarinnar að kynna samningana með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Í framhaldi af því leggja samningana fram í bæjarstjórn til samþykktar.