Mál númer 201811045
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Úttekt RR ráðgjafar á rekstri og fjármögnun Skálatúns í Mosfellsbæ. Úttekt unnin fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Tilllaga fulltrúa M-lista
Bæjarstjórn leggur til að málið verði afgreitt þannig að skýrsluritari kynni málið fyrir bæjarfulltrúum og nefndarmönnum fjölskyldunefndar.
Þetta er í samræmi við fyrri umræðum á fundi bæjarstjórnarTillaga fulltrúa M-lista samþykkt með átta atkvæðum og einni hjásetu.
- 8. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1374
Úttekt RR ráðgjafar á rekstri og fjármögnun Skálatúns í Mosfellsbæ. Úttekt unnin fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Tillaga
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Skálatún um kröfu að fjárhæð kr. 280.177.000,-.Greinargerð
Vísað er í erindi frá fulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ dags. 30. október 2018 sem vísað hefur verið til umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins.Bókun M-lista
Þessi skýrsla birtist of seint hér í bæjarráði en hún var gefin út í desember 2017.Lögð var fram frávísunartillaga og var hún samþykkt með tveim atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn frávísunartillögunni.