11. september 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 mættu fulltrúar Mannvits verkfræðistofu og gerðu grein fyrir fyrihugaðri efnistöku í landi Miðdals. Gerð var eftirfarandi bókun: "Umræður um málið, lagt fram."
Umræður um málið. Skipulagsnefnd óskar eftir vettvangsferð um svæðið með landeigendum, umhverfisnefnd og bæjarstjórn við fyrsta tækifæri.
- FylgiskjalErindi og gögn.pdfFylgiskjalUm Grjo?tna?m i? Hrossadal.pdfFylgiskjalfrá Landsneti.pdfFylgiskjalGrjótnáma Hrossadalur_Vatnsverndarsvæði.pdfFylgiskjalT-gatnamót.pdfFylgiskjalFyrirspurn um málsmeðferð_2017-06-30.pdfFylgiskjalsvar skipulagsstofnunar.pdfFylgiskjalMosfellsbær efnistaka Hrossadal.pdfFylgiskjalMótmæli landeigenda við Selvatn við grjótnámi í Hrossadal.pdfFylgiskjalGrjótnám í Hrossadal.pdfFylgiskjalUmsögn heilbrigðisfulltrúa .pdfFylgiskjalGrjótnáma.pdfFylgiskjalMótmæli við grjótnámi í Hrossadal.pdfFylgiskjalMótmæli vegna fyrirhugaðra framkvæmda við grjótnám í Hrossadal..pdfFylgiskjalMótmæli - Fyrirhugað grjótnám í Hrossdal.pdfFylgiskjalMótmæli gegn grjótnámi í Hrossdal..pdfFylgiskjalMótmæli - Grjòtnám ì Hrossadal!.pdfFylgiskjalMótmæli við grjótnámi.pdfFylgiskjalBerist til skipulagsnefndar og bæjarráðs Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalv. fyrirhugaðs grjótnáms í Hrossdal.pdfFylgiskjal3431246-000-BHO-0001.pdf
2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - iðnaður og önnur landfrek starfsemi201802319
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 mætti fulltrúi Reykjavíkurborgar og gerði grein fyrir iðnaðar og annari landfrekri starfsemi. Gerð var eftirfarandi bókun: "Umræður um málið, lagt fram."
Umræður um málið. Skipulagsnefnd lýsir yfir áhyggjum af umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar starfsemi ásamt aukningu umferðar í gegn um Mosfellsbæ. Nefndin óskar eftir frekari gögnum um þessa þætti áður en nefndin tekur afstöðu til erindisins.
3. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun á Leirvogstungumelum vegna atvinnusvæðis201711102
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 mætti Pétur Jónsson landslagsarkitekt og fulltrúar Vöku og gerðu grein fyrir breyttri landnotkun á Leirvogstungumelum. Gerð var eftirfarandi bókun: "Umræður um málið, lagt fram."
Umræður um málið. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið nánar.
4. Úlfarsfell - uppsetning fjarskiptastöðvar201711278
Á fundi mætti Aðalsteinn Snorrason ark. frá Arkís og kynnti tillögu af nýju deiliskipulagi fyrir koll Úlfarsfells Reykjavíkurmegin.
Umræður um málið, lagt fram.
5. Vefarastræti 2-6 - hugmynd að breyttri nýtingu lóðar201809038
Á fundinn mættu Sigurður Hallgrímsson arkitekt og fulltrúar Volcanic Capital ehf.
Umræður um málið, lagt fram.
6. Umferðamerkingar í Helgafellshverfi201809040
Lögð fram skýrsla um umferðamerkingar í Helgafellshverfi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögur að umferðarmerkingum í Helgafellshverfi fyrir sitt leyti enda í samræmi við skipulag svæðisins og mjög brýnar í ljósi umferðaröryggis í hverfinu. Útfærslu tillagna er vísað til umhverfissviðs.
7. Markholt - opnun og lokun201809042
Borist hefur erindi frá íbúum Markholts dags. 4.september 2018 varðandi opnum og lokun á Markholti.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða Markholt og Lágholt út frá umferðarlegum sjónarmiðum og leggja fram tillögur til nefndar.
8. Uglugata 70 - umsókn um stækkun lóðar.201807181
Á 1364. fundi bæjarráðs 30. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum 1364. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar."
Skipulagsnefnd er neikvæð gagnvart erindinu þar sem stækkun lóðar myndi fara yfir land fyrir fyrirhugaðan göngustíg sem ráðgerður er skv. skipulagi. Göngustígur þessi er aðaltenging hverfisins niður að Varmá.
9. Göngustígur og leiksvæði við Byggðarholt 1-3 og Brattholt 2-6201802269
Borist hefur erindi dags. 20. ágúst 2018 varðandi göngustíga og leiksvæða við Byggðarholt 1-3 og Brattholt 2-6
Á 465. fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 synjaði skipulagsnefnd erindinu. Sú synjun nefndarinnar átti eingöngu við ósk umsækjanda um deiliskipulagningu þyrpingarinnar. Ákvarðanir varðandi önnur mál erindisins eru á forræði bæjarráðs.
10. Miðdalur 1 - skipting lands2018084775
Borist hefur erindi frá Margréti Tryggvadóttur dags. 29. ágúst 2018 varðandi skiptingu lands í Miðdal 1.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið og koma með tillögu að afgreiðslu sem fyrst á fundi nefndarinnar.
11. Gerplustræti 17-23 - ósk um fjölgun íbúða2018084776
Borist hefur erindi frá V níu Fasteignum dags. 28. ágúst 2018 varðandi fjölgun íbúða í húsum að Gerplustræti 17-23.
Frestað.
12. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Á 442. fundi skipulagsnefndar 10. apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið og jafnframt að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins." Lögð fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulagssvæðið.
Skipulagslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 341201809011F
Samþykkt.
13.1. Bjarkarholt 8-20, Umsókn um byggingarleyfi. 201806016
Klapparholt ehf. kt. 5305051110, Askalind 3 201 Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 65 íbúða fjöleignarhús og bílgeymslu á lóðinni Bjarkarholt nr.8-20, í samræmi við framlögð gögn.
Bjarkarholt 8-10: 2.457,0 m², 8.057,3 m³. Bjarkarholt 12-18: 5.156,3 m², 16.316,4 m³. Bjarkarholt 20: 1.270,4 m², 4.086,9 m³. Bílgeymsla: 1.976,7 m², 6.222,6 m³.