Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. desember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­nýj­un bruna­varna­áætl­un­ar sveit­ar­fé­lags­ins201611160

    Erindi Mannvirkjastofnunar um gildistíma brunavarnaáætlunar Mosfellsbæjar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til stjórn­ar Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

  • 2. Yrkju­sjóð­ur - beiðni um stuðn­ing fyr­ir árið 2017201611276

    Erindi frá Yrkjusjóði, beiðni um styrk fyrir árið 2017.

    Frestað.

  • 3. Boð um að neyta for­kaups­rétt­ar vegna Há­holts 16, 18, 22 og 24201611289

    Boð um að neyta forkaupsréttar vegna Háholts 16, 18, 22 og 24

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og lög­manni að skoða mál­ið nán­ar.

    • 4. Bugðu­tangi 16 og 18 - Skemmd­ir á þaki201609158

      Ósk um þátttöku í kostnaði vegna skemmda í þaki.

      Frestað.

      • 5. Mál­efni Heilsu­gæslu Mos­fellsum­dæm­is201610288

        Lagðar fram upplýsingar um breytt vaktafyrirkomulag Heilsugæslunnar. Fulltrúar Heilsugæslu Mosfellsumdæmis hafa verið boðaðir á fund bæjarráðs. Ekkert svar hefur borist þegar fundarboðið er sent út.

        Und­ir þess­um lið mæta einn­ig til fund­ar­ins Svan­hvít Jak­obs­dótt­ir (SJ), for­stjóri heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Ósk­ar Reyk­dals­son (ÓR), fram­kvæmd­stjóri lækn­inga, Jón­as Guð­munds­son (JG), fram­kvæmda­stjóri fjár­mála og rekstr­ar, Þórdís Odds­dótt­ir (ÞO), fag­stjóri lækn­inga og Svan­hild­ur Þengils­dótt­ir (SÞ), svæð­is­stjóri.

        Svan­hvít Ja­kos­bs­dótt­ir fór yfir áhrif breyt­inga á vakta­fyr­ir­komu­lagi heilsu­gæsl­unn­ar á þjón­ustu henn­ar í Mos­fells­bæ. Í kjöl­far­ið sátu full­trú­ar heilsu­gæsl­unn­ar fyr­ir svör­um og um­ræð­ur fóru fram.

        • 6. Upp­lýst um stöðu jafn­launa­út­tekt­ar hjá Mos­fells­bæ201611186

          Upplýst um stöðu jafnlaunaúttektar hjá Mosfellsbæ. Minnisblað mannauðsstjóra lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:13