8. desember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Yrkjusjóður - beiðni um stuðning fyrir árið 2017201611276
Erindi frá Yrkjusjóði, beiðni um styrk fyrir árið 2017.
Frestað.
3. Boð um að neyta forkaupsréttar vegna Háholts 16, 18, 22 og 24201611289
Boð um að neyta forkaupsréttar vegna Háholts 16, 18, 22 og 24
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni að skoða málið nánar.
4. Bugðutangi 16 og 18 - Skemmdir á þaki201609158
Ósk um þátttöku í kostnaði vegna skemmda í þaki.
Frestað.
5. Málefni Heilsugæslu Mosfellsumdæmis201610288
Lagðar fram upplýsingar um breytt vaktafyrirkomulag Heilsugæslunnar. Fulltrúar Heilsugæslu Mosfellsumdæmis hafa verið boðaðir á fund bæjarráðs. Ekkert svar hefur borist þegar fundarboðið er sent út.
Undir þessum lið mæta einnig til fundarins Svanhvít Jakobsdóttir (SJ), forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Óskar Reykdalsson (ÓR), framkvæmdstjóri lækninga, Jónas Guðmundsson (JG), framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar, Þórdís Oddsdóttir (ÞO), fagstjóri lækninga og Svanhildur Þengilsdóttir (SÞ), svæðisstjóri.
Svanhvít Jakosbsdóttir fór yfir áhrif breytinga á vaktafyrirkomulagi heilsugæslunnar á þjónustu hennar í Mosfellsbæ. Í kjölfarið sátu fulltrúar heilsugæslunnar fyrir svörum og umræður fóru fram.
6. Upplýst um stöðu jafnlaunaúttektar hjá Mosfellsbæ201611186
Upplýst um stöðu jafnlaunaúttektar hjá Mosfellsbæ. Minnisblað mannauðsstjóra lagt fram.