Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201506041

  • 19. júní 2015

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #652

    Skóla­stofn­an­ir í Mos­fells­bæ kynna það um­hverf­is­st­arf sem fram fer í skól­um bæj­ar­ins.

    Af­greiðsla 161. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt á 652. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 11. júní 2015

      Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar #161

      Skóla­stofn­an­ir í Mos­fells­bæ kynna það um­hverf­is­st­arf sem fram fer í skól­um bæj­ar­ins.

      Á fund­inn komu full­trú­ar grunn­skól­anna í Mos­fells­bæ og kynntu um­hverf­is­st­arf í sín­um skóla.

      Úrsúla Ju­nem­ann kenn­ari og full­trúi í um­hverf­is­nefnd Varmár­skóla kynnti úti­kennslu og um­hverf­is­fræðslu í Varmár­skóla sem stát­ar af Græn­fána­vott­un 2012 og 2014, ásamt um­hverf­is­sátt­mála Varmár­skóla og starf­semi um­hverf­is­nefnda í skól­an­um.

      Þrúð­ur Hjelm skóla­stjóri og Svein­björg Sig­urð­ar­dótt­ir kenn­ari kynntu starf­semi Krika­skóla í um­hverf­is­mál­um og út­kennslu þar sem lögð er áhersla á sam­fellu í leik- og námi barna og sjálf­stæða upp­lif­un nem­enda.

      Ingi­björg Rósa Ívars­dótt­ir kenn­ari í Lága­fells­skóla kynnti um­hverf­is­st­arf í Lága­fells­skóla, áhersl­ur starfs­manna og nem­enda á flokk­un og end­ur­vinnslu, og vinnu skól­ans við að fá Græn­fán­ann árið 2016, en skól­inn er nú á Grænni grein.

      Að kynn­ing­um lokn­um var boð­ið uppá fyr­ir­spurn­ir og um­ræð­ur um um­hverf­is­st­arf í skóla­stofn­un­um bæj­ar­ins.
      Al­menn ánægja kom fram með það mikla og fjöl­breytta um­hverf­is­st­arf sem fram fer í skól­um í Mos­fells­bæ.