Mál númer 201506041
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Skólastofnanir í Mosfellsbæ kynna það umhverfisstarf sem fram fer í skólum bæjarins.
Afgreiðsla 161. fundar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #161
Skólastofnanir í Mosfellsbæ kynna það umhverfisstarf sem fram fer í skólum bæjarins.
Á fundinn komu fulltrúar grunnskólanna í Mosfellsbæ og kynntu umhverfisstarf í sínum skóla.
Úrsúla Junemann kennari og fulltrúi í umhverfisnefnd Varmárskóla kynnti útikennslu og umhverfisfræðslu í Varmárskóla sem státar af Grænfánavottun 2012 og 2014, ásamt umhverfissáttmála Varmárskóla og starfsemi umhverfisnefnda í skólanum.
Þrúður Hjelm skólastjóri og Sveinbjörg Sigurðardóttir kennari kynntu starfsemi Krikaskóla í umhverfismálum og útkennslu þar sem lögð er áhersla á samfellu í leik- og námi barna og sjálfstæða upplifun nemenda.
Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir kennari í Lágafellsskóla kynnti umhverfisstarf í Lágafellsskóla, áherslur starfsmanna og nemenda á flokkun og endurvinnslu, og vinnu skólans við að fá Grænfánann árið 2016, en skólinn er nú á Grænni grein.Að kynningum loknum var boðið uppá fyrirspurnir og umræður um umhverfisstarf í skólastofnunum bæjarins.
Almenn ánægja kom fram með það mikla og fjölbreytta umhverfisstarf sem fram fer í skólum í Mosfellsbæ.