Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. mars 2016 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Desja­mýri 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602080

  Mótandi ehf. Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 1 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð 1. hæð 1900,6 m2, 2. hæð 591,8 m2, 14070,6 m3. Á fundi skipulagsnefndar þann 23. febrúar 2016 var gerð eftirfarandi bókun: Með tilliti til þess að þegar hafa verið samþykkt frávik frá bundnum byggingarlínum á lóð nr. 7, og tillaga um samskonar frávik á lóð nr. 5 hefur verið auglýst, telur nefndin að forsendur fyrir þessum bundnu byggingarlínum séu ekki lengur fyrir hendi, Leggur nefndin því til að í þessu tilviki verði litið á frávikið sem óverulegt í skilningi 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og gerir hún þar af leiðandi ekki athugasemd við erindið að þessu leyti.

  Sam­þykkt.

  • 2. Gerplustræti 6-12/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601566

   Upp-sláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Bílakjallari og geymslur 906,1m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, samtals 10919,7 m3. Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2016 var gerð eftitfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfisumsóknin verði samþykkt en bendir á að hanna þarf sérstaklega frágang aðliggjandi opins svæðis við austurhluta hússins.

   Sam­þykkt.

   • 3. Hlíðarás 1a/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201603013

    Svavar Benediktsson Hlíðarási 1A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta íbúðarrými í núverandi geymslu á neðri hæð hússins nr. 1A við Hlíðarás í samræmi við framlögð gögn. Fyrirhugað er að reka "sölugistingu" í rýminu.

    Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

    • 4. Hlíð­ar­völl­ur /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201511271

     Golfklúbbur Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða íþróttamiðstöð / golfskála úr steinsteypu á Hlíðarvelli í samræmi við framlögð gögn. Stærð 1. hæð 581,6 m2, 2. hæð 619,1 m2, samtals 5034,1 m3.

     Sam­þykkt.

     • 5. Stórikriki 33/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602215

      Gskg fasteignir ehf Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 33 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

      Sam­þykkt.

      • 6. Sölkugata 22-28/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602313

       Hæ ehf Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits- og innri fyrirkomulagsbreytingum á húsunum nr. 22 - 28 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir húsanna breytast ekki.

       Sam­þykkt.

       • 7. Urð­ar­holt 4/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602311

        Fasteignafélagið Orka ehf. Hringbraut 63 Reykjanesbæ sækir um leyfi til að breyta fjórum skrifstofurýmum í íbúðir í húsinu nr. 4 við Urðarholt í samræmi við framlögð gögn. Samkvæmt áður gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir að í húsinu væri atvinnustarfsemi en í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að húsið verði rifið og byggt nýtt í þess stað.

        Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

        • 8. Vefara­stræti 1-5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602218

         Hæ ehf. Völuteigi 6 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 24-ra íbúða, þriggja hæða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 1-5 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Bílakjallari og geymslur 931,3 m2, 1.hæð 738,8 m2, 2. hæð 723,4 m2, 3. hæð 723,4 m2, samtals 9392,0 m3. Á fundi skipulagsnefndar þann 23.02.2016 var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá útfærslu sem felst í erindinu.

         Sam­þykkt.

         • 9. Vefara­stræti 7-11/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602306

          Varmárbyggð ehf. Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í baðherbergjum og eldhúsum að Vefarastræti 7-11 í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.

          Sam­þykkt.

          • 10. Þrast­ar­höfði 61/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602342

           Gskg fasteignir Arnarhöfða 1 Mosfellsbæ sækja um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum og áður gerðum lagnakjallara undir bílgeymslu að Þrastarhöfða 61 í samræmi við framlögð gögn. Lagnakjallari 44,6 m2, 82,9 m3.

           Sam­þykkt, enda verði frá­veita frá lagna­kjall­ara á kostn­að og ábyrgð hús­eig­enda.

           Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00