Mál númer 202505019
- 6. maí 2025
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #79
Ungmennaráð Mosfellsbæjar býður á fund sinn Bæjarstjórn Mosfellbæjar og kynnir verkefni og vinnu sína veturinn 2024-25.
Ungmennaráð tók á móti bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ungmennaráð kynnti vinnu sína í vetur og fóru yfir helstu verkefni vetrarins hjá ráðinu þar á meðal: Samgöngur og aðgengi, skólalíf og aðstað, umhverfi og viðburðir.
Að lokum lögðu fulltrúar í ungmennaráði fram spurningar og hugmyndir til bæjarfulltrúa sem að þau höfðu safnað saman á fundum vetrarins og ungmennaþingi sínu sem að haldið var í apríl sl. sGóð og skemmtileg umræða fór fram um tillögurnar. Ungmennaráð þakkar bæjarfulltrúum kærlega fyrir góðan fund.