6. maí 2025 kl. 16:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
- Júlía Rós Kristinsdóttir aðalmaður
- Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
- Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
- Elín Adriana Biraghi aðalmaður
- Ársól Ella Hallsdóttir aðalmaður
- Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður
- Grettir Þór Gunnarsson aðalmaður
- Guðrún Sif Árnadóttir aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Fh. Ungmennaráðs Mosfellsbæjar Edda Davíðsdóttir, Tómstunda og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar
Bæjarfulltrúum úr bæjarstjórn Mosfellsbæjar var boðið á fundi ungmennaráðs. Á fundinn mættu: Halla Karen Kristjánsdóttir (B), Aldís Stefánsdóttir (B), Dagný Kristinsdóttir (L), Anna Sigríður Guðnadóttir (S), Örvar Jóhannsson (B), Helga Jóhannesdóttir (D) og Ásgeir Sveinsson (D) Jana Knútsdóttir (D). Þá sátu fundinn Ólafía Dögg Ásfeirsdóttir Skrifstofustjóri Skrifstofa umbóta og þróunar og Ómar Karl Jóhannesson lögmaður.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með Bæjarstjórn Mosfellsbæjar202505019
Ungmennaráð Mosfellsbæjar býður á fund sinn Bæjarstjórn Mosfellbæjar og kynnir verkefni og vinnu sína veturinn 2024-25.
Ungmennaráð tók á móti bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ungmennaráð kynnti vinnu sína í vetur og fóru yfir helstu verkefni vetrarins hjá ráðinu þar á meðal: Samgöngur og aðgengi, skólalíf og aðstað, umhverfi og viðburðir.
Að lokum lögðu fulltrúar í ungmennaráði fram spurningar og hugmyndir til bæjarfulltrúa sem að þau höfðu safnað saman á fundum vetrarins og ungmennaþingi sínu sem að haldið var í apríl sl. sGóð og skemmtileg umræða fór fram um tillögurnar. Ungmennaráð þakkar bæjarfulltrúum kærlega fyrir góðan fund.