26. september 2024 kl. 11:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
- Una Ragnheiður Torfadóttir aðalmaður
- Júlía Rós Kristinsdóttir aðalmaður
- Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
- Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
- Elín Adriana Biraghi aðalmaður
- Ársól Ella Hallsdóttir aðalmaður
- Hólmfríður Birna Hjaltested aðalmaður
- Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður
- Grettir Þór Gunnarsson aðalmaður
- Guðrún Sif Árnadóttir aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Velferð ungmenna í Mosfellsbæ202410403
Samtal bæjarstjóra við ungmennaráð um velferð barna í Mosfellsbæ
Á fund ungmennaráðs mættu þær Regína Ásvalsdóttir og Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir. Regína sagði frá fundum sem að haldnir voru fyrir foreldra ungmenna í Mosfellsbæ og kynnti fyrir þeim niðurstöður þeirra funda.
Ungmennaráð fékk einnig að svara sömu spurningum og foreldrar þeirra svöruðu á fundunum. Spurningarnar voru "Hvað geta foreldrar gert til að styðja við vellíðan og öryggi barnanna okkar? og hvernig getur Mosfellsbær stutt betur við ungmenni og foreldra?" Meðfylgjandi eru þeirra svör.
Ungmennaráð þakkar kærlega fyrir heimsóknina og gott samtal.
Gestir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir
- Regína Ásvaldsdóttir Bæjarstjóri
2. Farsæld barna 2024202403152
Kynning á farsæld barna. Á fund ráðsins mætir Elvar Jónsson leiðtogi farsældar barna.
Á fund Ungmennnaráðs mætti Elvar Jónsson. Elvar kynnti fyrir hópnum verkefnið Farsæld barna. Elvar kallaði eftir umræðum um hvernig best væri að kynna farsæld barna fyrir börnum, ungmennum og foreldrum þeirra. Ungmennaráðsliðar fóru heim með það verkefni að kynna sér "farsældina" og ræða hana við samnemendur og foreldra. Elvar mun að mæta á næsta fund ráðsins þar sem að umræðunni verður fram haldið mun halda áfram.
Ungmennaráð þakkar kærlega fyrir heimsóknina.
Gestir
- Elvar Jónsson
3. Kynning á stjórnsýslu bæjarins201007027
Kynning á stjórnsýslu Mosfellsbæjar
Kynning á stjórnsýslu Mosfellsbæjar og samþykkt ungmennaráðs.