Mál númer 202405407
- 5. júní 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #852
Ungmennaráð Mosfellsbæjar býður á sinn fund Bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 71. fundar ungmennaráðs samþykkt á 852. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. maí 2024
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #71
Ungmennaráð Mosfellsbæjar býður á sinn fund Bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Ungmennaráð tók á móti bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ungmennaráð kynnti vinnu sína með „handbók“ fyrir ungmennaráð og kynningarmyndband um starfsemi ungmennaráðs sem að þau gerðu með Sahara í vetur. Hugmyndin er að auka enn á sýnileika ráðsins með því að nota samfélagsmiðla meira.
Farið var yfir helstu verkefni vetrarins hjá ráðinu þar á meðal: umræðu um strætó, skólamat og ungmennaséríuna sem að vinna á í sumar með Vinnuskólanum.
Að lokum lögðu fulltrúar í ungmennaráði fram spurningar til bæjarfulltrúar og fór fram umræða um þær.
Ungmennaráð þakkar bæjarfulltrúum kærlega fyrir góðan fund.