29. maí 2024 kl. 16:30,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Eyrún Birna Bragadóttir aðalmaður
- Edda Steinunn Erlendsd Scheving aðalmaður
- Katrín Vala Arnarsd v d Linden aðalmaður
- Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
- Una Ragnheiður Torfadóttir aðalmaður
- Júlía Rós Kristinsdóttir aðalmaður
- Birna Rún Jónsdóttir aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Bæjarfulltrúum úr bæjarstjórn Mosfellsbæjar var boðið á fundi ungmennaráðs. Á fundinn mættu: Halla Karen Kristjánsdóttir (B), Aldís Stefánsdóttir (B), Dagný Kristinsdóttir (L), Anna Sigríður Guðnadóttir (S), Örvar Jóhannsson (B), Lovísa Jónsdóttir (C) og Ásgeir Sveinsson (D). Þá sátu fundinn Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri og Þóra M. Hjaltested, bæjarlögmaður.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með Bæjarstjórn Mosfellsbæjar202405407
Ungmennaráð Mosfellsbæjar býður á sinn fund Bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Ungmennaráð tók á móti bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ungmennaráð kynnti vinnu sína með „handbók“ fyrir ungmennaráð og kynningarmyndband um starfsemi ungmennaráðs sem að þau gerðu með Sahara í vetur. Hugmyndin er að auka enn á sýnileika ráðsins með því að nota samfélagsmiðla meira.
Farið var yfir helstu verkefni vetrarins hjá ráðinu þar á meðal: umræðu um strætó, skólamat og ungmennaséríuna sem að vinna á í sumar með Vinnuskólanum.
Að lokum lögðu fulltrúar í ungmennaráði fram spurningar til bæjarfulltrúar og fór fram umræða um þær.
Ungmennaráð þakkar bæjarfulltrúum kærlega fyrir góðan fund.