Mál númer 202311355
- 21. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #841
Lögð er fram tillaga um breytingu á útsvarsprósentu ársins 2024.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97% á tekjur einstaklinga, sbr. ný samþykkta breytingu á 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Hækkunin er gerð í tengslum við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. Samhliða þessum breytingum mun ríkið lækka tekjuskattsprósentur svo breytingin felur ekki í sér auknar álögur á íbúa.
Breytingin felur í sér að tekjur sveitarfélaga á landsvísu aukast um sex milljarða árið 2024 til viðbótar við 5,7 milljarða króna sem fluttust frá ríki til sveitarfélaga árið 2022. Heildarhækkunin nemur því tæplega 12 milljörðum króna.
Samkomulagið byggist á vinnu starfshóps sem félags- og vinnumarkaðsráðherra skipaði í júlí 2022, en starfshópurinn hafði það hlutverk að móta tillögur um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.
Ríki og sveitarfélög eru sammála um að haldið verði áfram með kortlagningu, greiningu og gerð tillagna um stöðu og framtíð barna og ungmenna með fjölþættan vanda, einstaklinga 18 ára og eldri sem dæmdir hafa verið til að sæta öryggisgæslu eða öðrum öryggisráðstöfunum, og tillagna um stöðu og framtíð þjónustu við ungt fólk á hjúkrunarheimilum. Auk þess verði vinnu haldið áfram við stefnu og framkvæmdaáætlun til 7-10 ára um framtíðaruppbyggingu í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum.
Loks samþykktu aðilar samkomulagsins að stofnaður verði sérstakur framtíðarhópur fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem vinna mun að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk til þess að auka gæði og hagkvæmni.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti með sex atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2024 verði 14,74% á tekjur manna. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.