Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. desember 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­svars­pró­senta 2024202311355

    Lögð er fram tillaga um breytingu á útsvarsprósentu ársins 2024.

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 11 at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um að álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars fyr­ir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97% á tekj­ur ein­stak­linga, sbr. ný sam­þykkta breyt­ingu á 1. mgr. 23. gr. laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga.

    Hækk­un­in er gerð í tengsl­um við sam­komulag rík­is og sveit­ar­fé­laga um breyt­ingu á fjár­mögn­un á þjón­ustu við fatlað fólk. Sam­hliða þess­um breyt­ing­um mun rík­ið lækka tekju­skatts­pró­sent­ur svo breyt­ing­in fel­ur ekki í sér aukn­ar álög­ur á íbúa.

    Breyt­ing­in fel­ur í sér að tekj­ur sveit­ar­fé­laga á landsvísu aukast um sex millj­arða árið 2024 til við­bót­ar við 5,7 millj­arða króna sem flutt­ust frá ríki til sveit­ar­fé­laga árið 2022. Heild­ar­hækk­un­in nem­ur því tæp­lega 12 millj­örð­um króna.

    Sam­komu­lag­ið bygg­ist á vinnu starfs­hóps sem fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra skip­aði í júlí 2022, en starfs­hóp­ur­inn hafði það hlut­verk að móta til­lög­ur um kostn­að­ar­skipt­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga vegna þjón­ustu við fatlað fólk.

    Ríki og sveit­ar­fé­lög eru sam­mála um að hald­ið verði áfram með kort­lagn­ingu, grein­ingu og gerð til­lagna um stöðu og fram­tíð barna og ung­menna með fjöl­þætt­an vanda, ein­stak­linga 18 ára og eldri sem dæmd­ir hafa ver­ið til að sæta ör­ygg­is­gæslu eða öðr­um ör­ygg­is­ráð­stöf­un­um, og til­lagna um stöðu og fram­tíð þjón­ustu við ungt fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Auk þess verði vinnu hald­ið áfram við stefnu og fram­kvæmda­áætlun til 7-10 ára um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu í þjón­ustu við fatlað fólk á heim­il­um sín­um.

    Loks sam­þykktu að­il­ar sam­komu­lags­ins að stofn­að­ur verði sér­stak­ur fram­tíð­ar­hóp­ur full­trúa rík­is og sveit­ar­fé­laga sem vinna mun að þró­un og ný­sköp­un í þjón­ustu við fatlað fólk til þess að auka gæði og hag­kvæmni.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 07:47