Mál númer 202304238
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Drög að dagskrá íbúafundar vegna undirbúnings atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 5. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. apríl 2023
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #5
Drög að dagskrá íbúafundar vegna undirbúnings atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarefnd þakkar Birni H. Reynissyni fyrir kynningu á drögum að dagskrá íbúafundar um atvinnu- og nýsköpunarmál sem haldinn verður þriðjudaginn 16. maí í Hlégarði. Íbúafundurinn er mikilvægur liður í vinnu við undirbúning mótunar atvinnu- og nýsköpunarstefnu og allt kapp verði lagt á að tryggja að þverskurður íbúa taki þátt í störfum fundarins og hann verði vel sóttur. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að hefja undirbúning kynningarefnis fyrir íbúafund í samræmi við umræður á þessum 5. fundi nefndarinnar.