Mál númer 202304076
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Íþrótta- og tómstundanefnd fól tómstunda- og forvarnarfulltrúa að óska eftir upplýsingum um möguleg verkefni hjá þeim félögum og stofnunum sem notið hafa starfskrafta vinnuskólans á liðnum árum.
Afgreiðsla 267. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. apríl 2023
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #267
Íþrótta- og tómstundanefnd fól tómstunda- og forvarnarfulltrúa að óska eftir upplýsingum um möguleg verkefni hjá þeim félögum og stofnunum sem notið hafa starfskrafta vinnuskólans á liðnum árum.
Tómstunda og forvarnarfulltrúi kynnti óskir frá félögum og stofnunum sem hafa óskað eftir áframhaldandi starfskröftum frá Vinnuskóla Mosfellsbæjar í sumar auk upplýsinga um fjölda starfskrafta svo og kostnað.
Íþrótta- og tómstundanefnd er samþykk erindinu enda rúmast kostnaður vegna verkefnisins innan fjárhagsáætlunar Vinnuskólans.