Mál númer 202303025
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis sem nær til afmarkaðs svæðis gildandi deiliskipulags. Lóðir sem breytingin snertir eru Úugata 2-4, 6-8, 10-12, 62, 64, 73 og 90. Breytingin nær bæði til uppdrátta og greinargerðar. Stærsti hluti breytingar er ný húsagerð fjölbýlis að Úugötu 10-12 tekur gildi með breytingu í greinargerð og með nýju kennisniði. Lóðin er sérstaklega ætluð til útleigu íbúða fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og hefur henni verið úthlutað til sjálfseignarstofnunarinnar, Bjargs íbúðafélags, til samræmis við markmið rammasamnings ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Breyting er einnig gerð á aðkomu sérbýlishúsa að Úugötu 62, 64, 73 og 90 og þeim snúið. Við bætist svo lóðin Úugata 1B fyrir dælustöð vatnsveitu neðst í hverfinu. Annað í skipulagi er óbreytt.
Afgreiðsla 587. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #587
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis sem nær til afmarkaðs svæðis gildandi deiliskipulags. Lóðir sem breytingin snertir eru Úugata 2-4, 6-8, 10-12, 62, 64, 73 og 90. Breytingin nær bæði til uppdrátta og greinargerðar. Stærsti hluti breytingar er ný húsagerð fjölbýlis að Úugötu 10-12 tekur gildi með breytingu í greinargerð og með nýju kennisniði. Lóðin er sérstaklega ætluð til útleigu íbúða fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og hefur henni verið úthlutað til sjálfseignarstofnunarinnar, Bjargs íbúðafélags, til samræmis við markmið rammasamnings ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Breyting er einnig gerð á aðkomu sérbýlishúsa að Úugötu 62, 64, 73 og 90 og þeim snúið. Við bætist svo lóðin Úugata 1B fyrir dælustöð vatnsveitu neðst í hverfinu. Annað í skipulagi er óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til þess að breytingar eru að mestu innan óbyggðra lóða. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins sveitarfélagið hagsmunaaðila máls þar sem framkvæmdir innviða eru enn í gangi og önnur uppbygging ekki hafin. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
Forsendur deiliskipulagsbreytingar fyrir fjölbýli að Úugötu 10-12 eru að lóðinni hefur verið úthlutað til sjálfseignarstofnunarinnar Bjargs íbúðafélags, til samræmis við markmið rammasamnings. Til stendur að byggja þar sérstakar leiguíbúðir sem falla undir lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Samþykkt með fimm atkvæðum.