Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202303025

  • 29. mars 2023

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #824

    Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir 5. áfanga Helga­fells­hverf­is sem nær til af­mark­aðs svæð­is gild­andi deili­skipu­lags. Lóð­ir sem breyt­ing­in snert­ir eru Úugata 2-4, 6-8, 10-12, 62, 64, 73 og 90. Breyt­ing­in nær bæði til upp­drátta og grein­ar­gerð­ar. Stærsti hluti breyt­ing­ar er ný húsa­gerð fjöl­býl­is að Úu­götu 10-12 tek­ur gildi með breyt­ingu í grein­ar­gerð og með nýju kennisniði. Lóð­in er sér­stak­lega ætluð til út­leigu íbúða fyr­ir fjöl­skyld­ur og ein­stak­linga sem eru und­ir ákveðn­um tekju- og eigna­mörk­um og hef­ur henni ver­ið út­hlutað til sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar, Bjargs íbúða­fé­lags, til sam­ræm­is við markmið ramma­samn­ings rík­is og sveit­ar­fé­laga um auk­ið fram­boð íbúða 2023-2032 og sam­eig­in­lega sýn og stefnu í hús­næð­is­mál­um. Breyt­ing er einn­ig gerð á að­komu sér­býl­is­húsa að Úu­götu 62, 64, 73 og 90 og þeim snú­ið. Við bæt­ist svo lóð­in Úugata 1B fyr­ir dælu­stöð vatns­veitu neðst í hverf­inu. Ann­að í skipu­lagi er óbreytt.

    Af­greiðsla 587. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 824. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 24. mars 2023

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #587

      Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir 5. áfanga Helga­fells­hverf­is sem nær til af­mark­aðs svæð­is gild­andi deili­skipu­lags. Lóð­ir sem breyt­ing­in snert­ir eru Úugata 2-4, 6-8, 10-12, 62, 64, 73 og 90. Breyt­ing­in nær bæði til upp­drátta og grein­ar­gerð­ar. Stærsti hluti breyt­ing­ar er ný húsa­gerð fjöl­býl­is að Úu­götu 10-12 tek­ur gildi með breyt­ingu í grein­ar­gerð og með nýju kennisniði. Lóð­in er sér­stak­lega ætluð til út­leigu íbúða fyr­ir fjöl­skyld­ur og ein­stak­linga sem eru und­ir ákveðn­um tekju- og eigna­mörk­um og hef­ur henni ver­ið út­hlutað til sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar, Bjargs íbúða­fé­lags, til sam­ræm­is við markmið ramma­samn­ings rík­is og sveit­ar­fé­laga um auk­ið fram­boð íbúða 2023-2032 og sam­eig­in­lega sýn og stefnu í hús­næð­is­mál­um. Breyt­ing er einn­ig gerð á að­komu sér­býl­is­húsa að Úu­götu 62, 64, 73 og 90 og þeim snú­ið. Við bæt­ist svo lóð­in Úugata 1B fyr­ir dælu­stöð vatns­veitu neðst í hverf­inu. Ann­að í skipu­lagi er óbreytt.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una þó óveru­lega með til­liti til þess að breyt­ing­ar eru að mestu inn­an óbyggðra lóða. Með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins sveit­ar­fé­lag­ið hags­muna­að­ila máls þar sem fram­kvæmd­ir inn­viða eru enn í gangi og önn­ur upp­bygg­ing ekki hafin. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu sömu máls­grein­ar. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.
      For­send­ur deili­skipu­lags­breyt­ing­ar fyr­ir fjöl­býli að Úu­götu 10-12 eru að lóð­inni hef­ur ver­ið út­hlutað til sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Bjargs íbúða­fé­lags, til sam­ræm­is við markmið ramma­samn­ings. Til stend­ur að byggja þar sér­stak­ar leigu­íbúð­ir sem falla und­ir lög um al­menn­ar íbúð­ir nr. 52/2016.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.