Mál númer 202209224
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu mætir til fundarins og fer yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi.
Afgreiðsla 1549. fundar bæjarráðs samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1549
Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu mætir til fundarins og fer yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi.
Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, Þorleifur Þorbjörnsson, rekstrarstjóri urðunarstaðar og gashreinsistöðvar og Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu fóru yfir stöðu mála varðandi urðun í Álfsnesi.
***
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar stjórnendum Sorpu fyrir greinargóða kynningu á stöðu mála.Í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu sem undirritað var 6. júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins er kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem henni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sérstaklega í ljósi þess að bæjarfélagið hefur nú þegar í tvígang fallist á áframhaldandi urðun í góðri trú um að unnið væri að lokun.