15. september 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hraðastaðavegur Mosfellsbær202206047
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Bæjarráð synjar erindinu með fimm atkvæðum með vísan til röksemda sem fram koma í fyrirliggjandi umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem m.a. kemur fram að sveitarfélagið komi ekki að verkefninu nema fjármögnun sé tryggð.
2. Beiðni um að Mosfellsbær tilnefni einstakling í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf.202209230
Beiðni stjórnar SÍBS um að Mosfellsbær tilnefni einstakling í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf., óhagnaðardrifins einkahlutafélags í eigu SÍBS, í samræmi við heimild í samþykktum félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna bæjarstjóra Mosfellsbæjar í stjórn Reykjalundar.
3. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2022202201034
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum á 1549. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Langtímalán kr. 300.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2210_27 sem bæjarráð hefur kynnt sér.Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lántakan til fjármögnunar fjárfestingar í leik- og grunnskólamannvirkjum og til endurfjármögnunar afborgana lána frá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2022.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, kt. 300660-3989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
4. Urðun í Álfsnesi - eigendasamkomulag202209224
Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu mætir til fundarins og fer yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi.
Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, Þorleifur Þorbjörnsson, rekstrarstjóri urðunarstaðar og gashreinsistöðvar og Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu fóru yfir stöðu mála varðandi urðun í Álfsnesi.
***
Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar stjórnendum Sorpu fyrir greinargóða kynningu á stöðu mála.Í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu sem undirritað var 6. júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins er kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem henni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sérstaklega í ljósi þess að bæjarfélagið hefur nú þegar í tvígang fallist á áframhaldandi urðun í góðri trú um að unnið væri að lokun.
Gestir
- Þorleifur Þorbjörnsson, rekstrarstjóri urðunarstaðar og gashreinsistöðvar Sorpu
- Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu
- Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu
- Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi