Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. september 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Hraðastaða­veg­ur Mos­fells­bær
  202206047

  Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

  Bæj­ar­ráð synj­ar er­ind­inu með fimm at­kvæð­um með vís­an til rök­semda sem fram koma í fyr­ir­liggj­andi um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs þar sem m.a. kem­ur fram að sveit­ar­fé­lag­ið komi ekki að verk­efn­inu nema fjár­mögn­un sé tryggð.

  • 2. Beiðni um að Mos­fells­bær til­nefni ein­stak­ling í stjórn Reykjalund­ar end­ur­hæf­ing­ar ehf.
   202209230

   Beiðni stjórnar SÍBS um að Mosfellsbær tilnefni einstakling í stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf., óhagnaðardrifins einkahlutafélags í eigu SÍBS, í samræmi við heimild í samþykktum félagsins.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­nefna bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar í stjórn Reykjalund­ar.

  • 3. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætl­un 2022
   202201034

   Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um á 1549. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga:
   Lang­tíma­lán kr. 300.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2210_27 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Er lán­tak­an til fjár­mögn­un­ar fjár­fest­ing­ar í leik- og grunn­skóla­mann­virkj­um og til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána frá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga á ár­inu 2022.

   Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, kt. 300660-3989, veitt fullt og ótak­mark­að um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að mót­taka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengj­ast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

  • 4. Urð­un í Álfs­nesi - eig­enda­sam­komu­lag
   202209224

   Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu mætir til fundarins og fer yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi.

   Jón Viggó Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri Sorpu, Þor­leif­ur Þor­björns­son, rekstr­ar­stjóri urð­un­ar­stað­ar og gashreins­i­stöðv­ar og Gunn­ar Dof­ri Ólafs­son, sam­skipta- og þró­un­ar­stjóri Sorpu fóru yfir stöðu mála varð­andi urð­un í Álfs­nesi.

   ***
   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar þakk­ar stjórn­end­um Sorpu fyr­ir grein­ar­góða kynn­ingu á stöðu mála.

   Í við­auka við eig­enda­sam­komu­lag Sorpu sem und­ir­rit­að var 6. júlí 2020 um lok­un urð­un­ar­stað­ar­ins er kveð­ið á um að áætl­un um að­gerð­ir sem henni tengj­ast skulu liggja fyr­ir í árs­lok 2022.

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir mikl­um von­brigð­um með að ekki hafi tek­ist að finna við­un­andi fram­tíð­ar­lausn varð­andi urð­un­ar­stað fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið, sér­stak­lega í ljósi þess að bæj­ar­fé­lag­ið hef­ur nú þeg­ar í tvígang fall­ist á áfram­hald­andi urð­un í góðri trú um að unn­ið væri að lok­un.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:01