Mál númer 202206534
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um opnun Þróunar og Nýsköpunarmiðstöðvar í Mosfellsbæ sem hafi það að markmiði að byggja upp og styðja við atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í Mosfellsbæ til framtíðar.
Tillaga bæjarfulltrúa D lista:
Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar með starfsmönnum og einum fulltrúa úr meirihluta og einum úr minnihluta sem hefði það verkefni að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf til þess að koma á stofn Nýsköpunar og Þróunarsetri í Mosfellsbæ. Atvinnu og nýsköpunarnefnd myndi svo hafa umsjón með þessari vinnu eftir að hún hefur verið stofnuð.Tillagan felld með sex atkvæðum gegn fimm atkvæðum D og L lista.
***
Afgreiðsla 1539. fundar bæjarráðs samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum. - 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um opnun Þróunar og Nýsköpunarmiðstöðvar í Mosfellsbæ sem hafi það að markmiði að byggja upp og styðja við atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í Mosfellsbæ til framtíðar.
Afgreiðsla 1538. fundar bæjarráðs samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
- 23. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1539
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um opnun Þróunar og Nýsköpunarmiðstöðvar í Mosfellsbæ sem hafi það að markmiði að byggja upp og styðja við atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í Mosfellsbæ til framtíðar.
Bæjarráð synjar tillögunni með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D lista.
***
Bókun B, C og S lista:
Í málefnasamningi meirihluta B, S og C lista kemur fram að lögð verður áhersla á nýsköpun í öllu starfi bæjarfélagsins auk þess sem ein af fastanefndum sveitarfélagsins verður frá og með haustinu atvinnu- og nýsköpunarnefnd, eins og oddviti D lista hefur verið upplýstur um. Mun nefndin móta atvinnustefnu fyrir bæjarfélagið til framtíðar og fellur fyrirliggjandi tillaga D lista undir verksvið nýju nefndarinnar og því er ekki tímabært að samþykkja tillöguna.Það er ánægjulegt að fulltrúar D lista deili áhuga meirihlutans á því að styrkja nýsköpun og atvinnuþróun í bæjarfélaginu og væntum við góðs samstarfs við fulltrúa D listans í nýrri atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Bókun D lista:
Tillaga D lista gengur út á að stofna vinnuhóp sem hefði það að markmði að undirbúa stofnun þróunar og Nýsköpunar smiðju í Mosfellsbæ.Það að stofna eigi nýja nefnd sem á að hafa umsjón með atvinnu og nýsköpunarmálum og sjá um þau mál á ekki að koma í veg fyrir að vinna við undirbúning fari í gang. Sú vinna myndi svo færast inn í þá nefnd eftir stofnun hennar.
Það eru því mikil vonbrigði að meirihlutinn skuli ekki fallast á tillögu um að undirbúningsvinna verði hafin sem færist svo á hendur nefndarinnar eftir stofnun hennar.