Mál númer 202202305
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Sundabraut -viðræður ríkis og SSH
Bókun M-lista:
Þann 22. september 2011 var undirrituð viljayfirlýsing af hálfu hins opinbera, ráðuneyta, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að fresta stórum framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu, sbr. ii. lið 6. gr. þeirrar viljayfirlýsingar. Í stað þess var fjármagni streymt í óarðbæran rekstur Strætó í samningi sem byggði á þessari yfirlýsingu. Tók meirihlutinn í Mosfellsbæ þátt í því að þessu fyrirkomulagi var komið á. Nýlegur stjórnarfundur SSH, sbr. 4. dl. 536. fundar stjórnar SSH 7. febrúar 2022, bendir til þess að framlengja eigi þennan samning. Ef af verður fer fjármagn framtíðarinnar, sem fer nú í óarðbæran rekstur Strætó, greinilega ekki í besta kostinn. Samkvæmt félagshagfræðilegri úttekt, sem kynnt var á þessum fundi bæjarráðs, er verkefnið Sundabraut hagkvæmasti kosturinn hvað samgöngumannvirki varðar á höfuðborgarsvæðinu.Bókun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fagnar samkomulagi Ríkisins og Reykjavíkurborgar um áform um lagningu Sundabrautar, sem verður mikil samgöngubót fyrir Mosfellinga og alla landsmenn.***
Afgreiðsla 1525. fundar bæjarráðs samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 3. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1525
Sundabraut -viðræður ríkis og SSH
Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins, komu á fundinn og kynntu greinargerð starfshóps um Sundabraut.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa greinargerðinni til kynningar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
- FylgiskjalSundabraut-skilagrein starfshóps-21des2021 (1).pdfFylgiskjalSundabraut-fylgiskjal1-greinargerð Mannvits og Cowi-17.12.2021.pdfFylgiskjal2021-09-20_Sundabraut socioeconomic analysis presentation.pdfFylgiskjalVEG_Sundabraut-skyrsla-vinnuhops-jan2021-1.pdfFylgiskjalSRN_Sundabraut-skyrsla_2019.pdfFylgiskjalStjórn SSH - 536 : 1908005 - Sundabraut -viðræður ríkisins og SSH.pdfFylgiskjal2022.01.24-Sundabraut-niðurstöður starfshóps.pdf