Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202202305

  • 9. mars 2022

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #800

    Sunda­braut -við­ræð­ur rík­is og SSH

    Bók­un M-lista:
    Þann 22. sept­em­ber 2011 var und­ir­rit­uð vilja­yf­ir­lýs­ing af hálfu hins op­in­bera, ráðu­neyta, Vega­gerð­ar­inn­ar og Sam­taka sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þess efn­is að fresta stór­um fram­kvæmd­um í sam­göngu­mann­virkj­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sbr. ii. lið 6. gr. þeirr­ar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar. Í stað þess var fjár­magni streymt í óarð­bær­an rekst­ur Strætó í samn­ingi sem byggði á þess­ari yf­ir­lýs­ingu. Tók meiri­hlut­inn í Mos­fells­bæ þátt í því að þessu fyr­ir­komu­lagi var kom­ið á. Ný­leg­ur stjórn­ar­fund­ur SSH, sbr. 4. dl. 536. fund­ar stjórn­ar SSH 7. fe­brú­ar 2022, bend­ir til þess að fram­lengja eigi þenn­an samn­ing. Ef af verð­ur fer fjár­magn fram­tíð­ar­inn­ar, sem fer nú í óarð­bær­an rekst­ur Strætó, greini­lega ekki í besta kost­inn. Sam­kvæmt fé­lags­hag­fræði­legri út­tekt, sem kynnt var á þess­um fundi bæj­ar­ráðs, er verk­efn­ið Sunda­braut hag­kvæm­asti kost­ur­inn hvað sam­göngu­mann­virki varð­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

    Bók­un bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar:
    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fagn­ar sam­komu­lagi Rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar um áform um lagn­ingu Sunda­braut­ar, sem verð­ur mik­il sam­göngu­bót fyr­ir Mos­fell­inga og alla lands­menn.

    ***
    Af­greiðsla 1525. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 800. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3. mars 2022

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1525

      Sunda­braut -við­ræð­ur rík­is og SSH

      Guð­mund­ur Val­ur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar og Bryndís Frið­riks­dótt­ir, svæð­is­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, komu á fund­inn og kynntu grein­ar­gerð starfs­hóps um Sunda­braut.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa grein­ar­gerð­inni til kynn­ing­ar í skipu­lags­nefnd og um­hverf­is­nefnd.