3. mars 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um breytingar og frágang á lóðamörkum Ástu-Sólliljugötu 17 og 19-212019081098
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn vegna Ástu-Sólliljugötu 19-21
Bæjarráð synjar með þremur atkvæðum ósk bréfritara um að afleggja gönguleið ofan lóðamarka Ástu-Sólliljugötu með vísan til rökstuðnings sem fram kemur í fyrirliggjandi umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og byggingarfulltrúa. Framkvæmdastjóra umhverfissvið er falið að svara bréfritara á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs.
2. Frágangur á lóðarmörkum milli Ástu-Sólliljugötu 19-21 og Bergrúnargötu 9202202454
Frágangur á lóðarmörkum milli Ástu-Sólliljugötu 19-21 og Bergrúnargötu 9
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu byggingarfulltrúa.
3. Sundabraut - viðræður ríkis og SSH202202305
Sundabraut -viðræður ríkis og SSH
Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins, komu á fundinn og kynntu greinargerð starfshóps um Sundabraut.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa greinargerðinni til kynningar í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
Gestir
- Bryndís Friðriksdóttir
- Guðmundur V. Guðmundsson
- FylgiskjalSundabraut-skilagrein starfshóps-21des2021 (1).pdfFylgiskjalSundabraut-fylgiskjal1-greinargerð Mannvits og Cowi-17.12.2021.pdfFylgiskjal2021-09-20_Sundabraut socioeconomic analysis presentation.pdfFylgiskjalVEG_Sundabraut-skyrsla-vinnuhops-jan2021-1.pdfFylgiskjalSRN_Sundabraut-skyrsla_2019.pdfFylgiskjalStjórn SSH - 536 : 1908005 - Sundabraut -viðræður ríkisins og SSH.pdfFylgiskjal2022.01.24-Sundabraut-niðurstöður starfshóps.pdf
4. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2022202202409
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022. Bréfið er sent til upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2022
Lagt fram.
5. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2022202201034
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1525. fundi að taka eftirfarandi lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Langtímalán kr. 600.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2203_07 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur sínar og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lántakan til fjármögnunar á framkvæmdum og fjárfestingum ársins og endurfjármögnunar afborgana lána.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119 og Pétri Jens Lockton, fjármálastjóra, kt. 280269-4179 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Þá er eftirfarandi ennfremur samþykkt:
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1525. fundi að fjármálastjóra sé heimilt að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að kr. 500.000.000 upp í fyrirhugaðar langtímalántökur hjá sjóðnum á árinu 2022.
Jafnframt er Pétri Jens Lockton, fjármálastjóra, kt. 280269-4179 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
6. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2022202201034
Framlenging lánalínu hjá Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, og Pétri Jens Lockton, kt. 280269-4179 heimild til að undirrita viðauka við samning við Íslandsbanka frá 21.03.2019 þar sem gildistími 750 m.kr. yfirdráttarheimildar er framlengdur til 01.03.2023.