Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. mars 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk um breyt­ing­ar og frá­g­ang á lóða­mörk­um Ástu-Sóllilju­götu 17 og 19-212019081098

    Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn vegna Ástu-Sólliljugötu 19-21

    Bæj­ar­ráð synj­ar með þrem­ur at­kvæð­um ósk bréf­rit­ara um að af­leggja göngu­leið ofan lóða­marka Ástu-Sóllilju­götu með vís­an til rök­stuðn­ings sem fram kem­ur í fyr­ir­liggj­andi um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og bygg­ing­ar­full­trúa. Fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­svið er fal­ið að svara bréf­rit­ara á grund­velli fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs.

    • 2. Frá­gang­ur á lóð­ar­mörk­um milli Ástu-Sóllilju­götu 19-21 og Bergrún­ar­götu 9202202454

      Frágangur á lóðarmörkum milli Ástu-Sólliljugötu 19-21 og Bergrúnargötu 9

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu bygg­ing­ar­full­trúa.

    • 3. Sunda­braut - við­ræð­ur rík­is og SSH202202305

      Sundabraut -viðræður ríkis og SSH

      Guð­mund­ur Val­ur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri þró­un­ar­sviðs Vega­gerð­ar­inn­ar og Bryndís Frið­riks­dótt­ir, svæð­is­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, komu á fund­inn og kynntu grein­ar­gerð starfs­hóps um Sunda­braut.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa grein­ar­gerð­inni til kynn­ing­ar í skipu­lags­nefnd og um­hverf­is­nefnd.

      Gestir
      • Bryndís Friðriksdóttir
      • Guðmundur V. Guðmundsson
    • 4. Al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga 2022202202409

      Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022. Bréfið er sent til upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2022

      Lagt fram.

    • 5. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2022202201034

      Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1525. fundi að taka eft­ir­far­andi lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga:

      Lang­tíma­lán kr. 600.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2203_07 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur sín­ar og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Er lán­tak­an til fjár­mögn­un­ar á fram­kvæmd­um og fjár­fest­ing­um árs­ins og end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána.

      Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119 og Pétri Jens Lockton, fjár­mála­stjóra, kt. 280269-4179 veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

      Þá er eft­ir­far­andi enn­frem­ur sam­þykkt:

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1525. fundi að fjár­mála­stjóra sé heim­ilt að taka skamm­tíma­lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð allt að kr. 500.000.000 upp í fyr­ir­hug­að­ar lang­tíma­lán­tök­ur hjá sjóðn­um á ár­inu 2022.

      Jafn­framt er Pétri Jens Lockton, fjár­mála­stjóra, kt. 280269-4179 veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­inga við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­tök­um þess­um, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

    • 6. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2022202201034

      Framlenging lánalínu hjá Íslandsbanka.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að veita Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, og Pétri Jens Lockton, kt. 280269-4179 heim­ild til að und­ir­rita við­auka við samn­ing við Ís­lands­banka frá 21.03.2019 þar sem gild­is­tími 750 m.kr. yf­ir­drátt­ar­heim­ild­ar er fram­lengd­ur til 01.03.2023.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.