Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202202095

  • 23. febrúar 2022

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #799

    Til­laga Sam­fylk­ing­ar um við­ræð­ur við Bjarg-íbúð­ar­fé­lag varð­andi bygg­ingu fjöl­býl­is­húsa að Langa­tanga 11-13 sem sam­þykkt var á 558. fundi skipu­lags­nefnd­ar að vísa til bæj­ar­ráðs til skoð­un­ar.

    Af­greiðsla 1523. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 799. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 17. febrúar 2022

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1523

      Til­laga Sam­fylk­ing­ar um við­ræð­ur við Bjarg-íbúð­ar­fé­lag varð­andi bygg­ingu fjöl­býl­is­húsa að Langa­tanga 11-13 sem sam­þykkt var á 558. fundi skipu­lags­nefnd­ar að vísa til bæj­ar­ráðs til skoð­un­ar.

      Bók­un D- og V-lista:
      Bæj­ar­stjóri hef­ur að und­an­förnu átt sam­skipti við fram­kvæmda­stjóra Bjarg-íbúð­ar­fé­lags varð­andi bygg­ingu leigu­íbúða í Mos­fells­bæ. Rætt hef­ur ver­ið um mögu­lega stað­setn­ingu slíkra bygg­ing­ar þó eng­ar ákvarð­an­ir hafi ver­ið tekn­ir í þeim efn­um. Fyr­ir ligg­ur að Bjarg-íbúð­ar­fé­lag hyggst sækja um stofn­fram­lag til Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar og má gera ráð fyr­ir að fljót­lega muni verða lögð fyr­ir í bæj­ar­ráði drög að vilja­yf­ir­lýs­ingu milli Mos­fells­bæj­ar og Bjargs um þetta verk­efni enda er get­ið um bygg­ingu slíkra íbúða í mál­efna­samn­ingi V- og D-lista í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar.

      Í ljósi þessa er lagt til að til­lögu S-lista vísað til bæj­ar­stjóra í tengsl­um við þá vinnu sem þeg­ar er í gangi um sam­st­arf Mos­fells­bæj­ar og Bjargs-íbúð­ar­fé­lags.

      Bók­un M-lista:
      Bjarg íbúa­fé­lag er hús­næð­is­sjálf­seign­ar­stofn­un stofn­uð af ASÍ og BSRB. Þetta fé­lag er sagt leggja áherslu á að um sé að ræða ,,óhagn­að­ar­drif­ið" fé­lag. Í ág­úst 2021 til­kynnti þetta fé­lag lækk­un á húsa­leigu. Ekki er fyr­ir­séð að fé­lag­ið leggi til hlið­ar fram­lag til við­halds í sam­ræmi við op­in­ber­ar regl­ur þar um en í árs­reikn­ingi fé­lags­ins er til­greint að 1% af end­ur­stofn­verði al­mennra íbúða renni í við­halds­sjóð. Þetta þýð­ir að fé­lag­ið ger­ir ráð fyr­ir 100 ára af­skrift­ar­tíma í sama mund og hið op­in­bera ger­ir ráð fyr­ir 50 árum. Þetta eitt og sér er óút­skýrt af hálfu þessa fé­lags og hætta er á að við­hald gæti í fram­tíð­inni orð­ið ábóta­vant en rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að af­skrift­ar­tími hús­næð­is á Ís­landi séu um eða rétt yfir 50 ár. Því er ekki sam­an að jafna hinu eldra verka­manna­bú­staða­kerfi og þessu sem hér stend­ur til boða.

      ***

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til bæj­ar­stjóra til af­greiðslu í tengsl­um við þau sam­skipti eiga sér stað á milli Mos­fells­bæj­ar og Bjargs-íbúð­ar­fé­lags varð­andi mögu­lega upp­bygg­ingu í Mos­fells­bæ.