Mál númer 202202095
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Tillaga Samfylkingar um viðræður við Bjarg-íbúðarfélag varðandi byggingu fjölbýlishúsa að Langatanga 11-13 sem samþykkt var á 558. fundi skipulagsnefndar að vísa til bæjarráðs til skoðunar.
Afgreiðsla 1523. fundar bæjarráðs samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1523
Tillaga Samfylkingar um viðræður við Bjarg-íbúðarfélag varðandi byggingu fjölbýlishúsa að Langatanga 11-13 sem samþykkt var á 558. fundi skipulagsnefndar að vísa til bæjarráðs til skoðunar.
Bókun D- og V-lista:
Bæjarstjóri hefur að undanförnu átt samskipti við framkvæmdastjóra Bjarg-íbúðarfélags varðandi byggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ. Rætt hefur verið um mögulega staðsetningu slíkra byggingar þó engar ákvarðanir hafi verið teknir í þeim efnum. Fyrir liggur að Bjarg-íbúðarfélag hyggst sækja um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má gera ráð fyrir að fljótlega muni verða lögð fyrir í bæjarráði drög að viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar og Bjargs um þetta verkefni enda er getið um byggingu slíkra íbúða í málefnasamningi V- og D-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Í ljósi þessa er lagt til að tillögu S-lista vísað til bæjarstjóra í tengslum við þá vinnu sem þegar er í gangi um samstarf Mosfellsbæjar og Bjargs-íbúðarfélags.Bókun M-lista:
Bjarg íbúafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Þetta félag er sagt leggja áherslu á að um sé að ræða ,,óhagnaðardrifið" félag. Í ágúst 2021 tilkynnti þetta félag lækkun á húsaleigu. Ekki er fyrirséð að félagið leggi til hliðar framlag til viðhalds í samræmi við opinberar reglur þar um en í ársreikningi félagsins er tilgreint að 1% af endurstofnverði almennra íbúða renni í viðhaldssjóð. Þetta þýðir að félagið gerir ráð fyrir 100 ára afskriftartíma í sama mund og hið opinbera gerir ráð fyrir 50 árum. Þetta eitt og sér er óútskýrt af hálfu þessa félags og hætta er á að viðhald gæti í framtíðinni orðið ábótavant en rannsóknir hafa sýnt fram á að afskriftartími húsnæðis á Íslandi séu um eða rétt yfir 50 ár. Því er ekki saman að jafna hinu eldra verkamannabústaðakerfi og þessu sem hér stendur til boða.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarstjóra til afgreiðslu í tengslum við þau samskipti eiga sér stað á milli Mosfellsbæjar og Bjargs-íbúðarfélags varðandi mögulega uppbyggingu í Mosfellsbæ.