Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. nóvember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­efni vegna inn­leið­ing­ar hringrása­kerf­is202111048

    Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.11.2021, varðandi verkefni sem tengjast gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­stjóra.

  • 2. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber202111114

    Rekstrar og fjárfestingayfirlit janúar til september 2021 lagt fram.

    Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri og Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri kynntu rekstr­ar­yf­ir­lit janú­ar til sept­em­ber 2021.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 3. Eigna­sjóð­ur, innri leiga og við­hald eigna202111151

    Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, varðandi eignasjóð, innri leigu og viðhald eigna, dags. 08.11.2021.

    Til­laga M-lista:
    Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að sett sé á lagg­irn­ar und­ir­bún­ings­nefnd sem end­ur­skoði reikn­ings­skil Mos­fells­bæj­ar m.t.t. að við­hald á eign­um og rekst­ur þeirra sé sett fram með skýr­ari hætti en nú er í fjár­hags­áætl­un­um og í árs­reikn­ingi bæj­ar­ins. Jafn­framt verði lit­ið til þess í þess­ari vinnu að sett yrði á lagg­irn­ar end­ur­skoð­un­ar­nefnd og um­boðs­mað­ur rekstr­arein­inga sveit­ar­fé­lags­ins.


    Bæj­ar­ráð synj­ar til­lög­unni með þrem­ur at­kvæð­um.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 4. Þjón­usta við fötluð börn í Mos­fells­bæ og for­eldra fatl­aðra barna202111149

    Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um þjónustu við fötluð börn í Mosfellsbæ og foreldra fatlaðra barna, dags. 08.11.2021.

    Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir, verk­efna­stjóri leik­skóla­mála, mættu til fund­ar­ins og veittu upp­lýs­ing­ar.

    Bók­un M-lista:
    Full­trúi Mið­flokks­ins þakk­ar full­trú­um Fjöl­skyldu­sviðs og Fræðslu- og frí­stunda­sviðs sem fóru yfir mál­ið á fund­in­um. Eft­ir stend­ur mik­il­vægi þess að sett­ar verði sam­ræmd­ar regl­ur Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar þjón­ustu sem stend­ur for­eldr­um fatl­aðra barna til boða hjá bæn­um.

    Bók­un D- og V-lista:
    Í Mos­fells­bæ er mjög vel hald­ið utan um mál­efni fatl­aðra barna og regl­ur varð­andi þjón­ustu við þau eru í gildi eins og hjá öðr­um sveit­ar­fé­lög­um. Fyr­ir liggja drög að regl­um um akst­urs­þjón­ustu í skóla­þjón­ustu, sem inn­leidd verða við inn­leið­ingu far­sæld­ar­laga. En ný far­sæld­ar­lög sem ný­lega voru sam­þykkt á Al­þingi og eru í inn­leið­ingu hjá sveit­ar­fé­lög­um munu einn­ig styðja enn frek­ar við gild­andi regl­ur sveit­ar­fé­lag­anna.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri
    • Gunnhildur Sæmundsdóttir, verkefnastjóri leikskólamála
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.