11. nóvember 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis202111048
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.11.2021, varðandi verkefni sem tengjast gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar umhverfisstjóra.
2. Rekstur deilda janúar til september202111114
Rekstrar og fjárfestingayfirlit janúar til september 2021 lagt fram.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og Pétur J. Lockton, fjármálastjóri kynntu rekstraryfirlit janúar til september 2021.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Eignasjóður, innri leiga og viðhald eigna202111151
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, varðandi eignasjóð, innri leigu og viðhald eigna, dags. 08.11.2021.
Tillaga M-lista:
Bæjarráð leggur áherslu á að sett sé á laggirnar undirbúningsnefnd sem endurskoði reikningsskil Mosfellsbæjar m.t.t. að viðhald á eignum og rekstur þeirra sé sett fram með skýrari hætti en nú er í fjárhagsáætlunum og í ársreikningi bæjarins. Jafnframt verði litið til þess í þessari vinnu að sett yrði á laggirnar endurskoðunarnefnd og umboðsmaður rekstrareininga sveitarfélagsins.
Bæjarráð synjar tillögunni með þremur atkvæðum.Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
4. Þjónusta við fötluð börn í Mosfellsbæ og foreldra fatlaðra barna202111149
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um þjónustu við fötluð börn í Mosfellsbæ og foreldra fatlaðra barna, dags. 08.11.2021.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Gunnhildur Sæmundsdóttir, verkefnastjóri leikskólamála, mættu til fundarins og veittu upplýsingar.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins þakkar fulltrúum Fjölskyldusviðs og Fræðslu- og frístundasviðs sem fóru yfir málið á fundinum. Eftir stendur mikilvægi þess að settar verði samræmdar reglur Mosfellsbæjar hvað varðar þjónustu sem stendur foreldrum fatlaðra barna til boða hjá bænum.Bókun D- og V-lista:
Í Mosfellsbæ er mjög vel haldið utan um málefni fatlaðra barna og reglur varðandi þjónustu við þau eru í gildi eins og hjá öðrum sveitarfélögum. Fyrir liggja drög að reglum um akstursþjónustu í skólaþjónustu, sem innleidd verða við innleiðingu farsældarlaga. En ný farsældarlög sem nýlega voru samþykkt á Alþingi og eru í innleiðingu hjá sveitarfélögum munu einnig styðja enn frekar við gildandi reglur sveitarfélaganna.Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri
- Gunnhildur Sæmundsdóttir, verkefnastjóri leikskólamála