Mál númer 202110148
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir frekari stefnumörkun tenginga, aðkomu og gönguleiða við Hafravatn og að frístundahúsum við sunnanvert vatnið.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir frekari stefnumörkun tenginga, aðkomu og gönguleiða við Hafravatn og að frístundahúsum við sunnanvert vatnið.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar við endurskoðun aðalskipulagsins er talin þörf á því að endurskoða og laga ákvæði gildandi skipulags hvað varðar byggð við Hafravatn. Aðalskipulag tekur ekki mið af einstaka tengingum innviða við sumarhús eða vegum innan einkalanda eins og erindið fjallar að hluta til um. Meginmarkmið frístundabyggðar á svæðinu verði þó skoðuð þar sem hugað verði með frekari hætti að útivistarstígum og aðgengi almennings meðfram vatninu í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði og ábendingar málsaðila.
Samþykkt með fimm atkvæðum.