Mál númer 202009358
- 14. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #769
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.
Bókun L-lista:
Erindi Félags atvinnurekenda sem hér er á dagská, þar sem skorað er á sveitarfélög að leggja sitt af mörkum til að létta undir með fyrirtækjum og lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði, er af sama meiði og erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 16. júní 2020 þar sem ráðneytið beindi þeim eindregnu tilmælum til sveitarfélaganna að þau lækki álagningu fasteignaskatts milli gjaldáranna 2020 og 2021.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar minnir í þessu sambandi á tillögu sína um lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði sem hann lagði fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020, sem ekki hlaut samþykki.Bókun D- og V-lista:
Bæjarfulltrúar D- og V-lista árétta að álagningarhlutföll fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði voru lækkuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.Afgreiðsla 1460. fundar bæjarráðs samþykkt á 769. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. október 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1460
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélagannna um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 lögð fram.