Mál númer 202006398
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Í tilefni að endurskoðun Aðalskipulags fer Skipulagsnefnd ásamt varamönnum í rútuferð um sveitarfélagið. Með í för eru ráðgjafar frá Arkís.
Afgreiðsla 518. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 24. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #518
Í tilefni að endurskoðun Aðalskipulags fer Skipulagsnefnd ásamt varamönnum í rútuferð um sveitarfélagið. Með í för eru ráðgjafar frá Arkís.
Ferðalýsing:
Ekin var um 40 km leið um sveitarfélagið og nokkrir þeir staðir skoðaðir er snerta endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Ekið var frá Þverholti í gegnum Háholt/Bjarkarholt, niður Langatanga og Hamraborgarreit.
Farið um Bogatanga og inn að hlaði á Blikastöðum (124-Íb)
Um Desjamýri og Rauðamýri þar sem litið var um byggingarland í Lágafelli (407-Íb).
Skarhólabraut tekin framhjá Teigslandi og þaðan niður Reykjaveg í gegnum Sólvelli (315-Íb). Farið að Hafravatni og snúið við á frístundasvæði. Ekið til baka í gegnum bæinn, frá Þverholti að Skeiðholti og svo Ævintýragarði. Farið um Tunguveg og Leirvogstunguhverfi skoðað ásamt athafnarsvæði á Tungumelum.
Farið um Mosfellsdal með Þingvallavegi, ekið niður Helgadal og einnig meðfram Suðurá frá Þingvallavegi.
Tenging við Ásaveg ekin og augað í Helgafellshverfi farið þar sem 4. áfangi hverfisins var skoðaður. Farið framhjá Álafosskvos þar sem ferð endaði svo aftur í Þverholti 2. Á flestum stöðum var stoppað.