Mál númer 202005036F
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Fundargerð 377. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 764. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins vill árétta að fulltrúar flokksins forfölluðust vegna þessa fundar í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Venja er að aðalmenn kalli til varamenn og það var gert í þessu tilefni en átti fundurinn að vera á miðvikudegi 3. júní og frestað til gærdagsins þriðjudaginn 9. júní. Þetta er bagalegt enda hafa sífelldar frestanir og tilfæringar á fundum áhrif á alla fulltrúa flokka, vara- og aðalmenn þeirra sem bæði skipuleggja sína vinnu og vaktir eftir þeirri áætlun sem fara á eftir. Hér með er kallað eftir því að þessi vinnubrögð verði ekki tíðkuð hér eftir. Ekki er gott fyrir vinnandi fólk sem vill mæta eftir fyrirframgefnum leikreglum og áætlunum að taka þátt með þessu vinnulagi í pólitísku starfi.Bókun D- og V-lista:
Það heyrir til algjörar undantekningar að fundir í fræðslunefnd séu færðir frá gildandi fundaráætlun.Ástæða fyrir frestun þessa fundar var að ekki var komin niðurstaða um samræmd próf sem ætlunin var að ræða á fundinum.
Fundinum var frestað með góðum fyrirvara í tölvupósti og engar athugasemdir voru gerðar við þá frestun af hálfu fulltrúa M lista eða varamans hans í nefndinni.
Það stendst því ekki skoðun að verið sé að hringla með fundartíma í fræðslunefnd ótt og títt eins og kemur fram í bókun M lista, enda heyrir það til algjörar undantekningar að fundartími sé færður til.
Fundargerð 377. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 763. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.