Mál númer 201905227
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Þar sem núna stendur yfir endurskoðun á stefnu í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ leggur áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í menningar- og nýsköpunarnefnd fram tillögu ásamt greinargerð og fylgiskjalinu "Hlégarður - menningarmiðstöð Mosfellsbæjar".
Afgreiðsla 8. fundar menningar-og nýsköpunarnendar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. maí 2019
Menningar- og nýsköpunarnefnd #8
Þar sem núna stendur yfir endurskoðun á stefnu í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ leggur áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í menningar- og nýsköpunarnefnd fram tillögu ásamt greinargerð og fylgiskjalinu "Hlégarður - menningarmiðstöð Mosfellsbæjar".
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar í menningar- og nýsköpunarnefnd:
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir að hluti af endurskoðun menningarstefnu fyrir Mosfellsbæ verði stefnumótun (stefnumótandi) til framtíðar í menningarmálum fyrir Mosfellsbæ þar sem horft verði til þess að Hlégarður og svæðið þar í kring yrði þungamiðjan í uppbyggingu og hýsingu safna- og menningarstarfs í Mosfellsbæ.Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt með 5 atkvæðum að tillögum Vina Mosfellsbæjar verði vísað áfram inn í þá vinnu sem nú stendur yfir um mótun stefnu og framtíðarsýnar á sviði menningarmála og framtíðaruppbyggingu á starfsemi Hlégarðs.