Mál númer 201905137
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Opinn fundur umhverfisnefndar um drög að nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ, haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar fimmtudaginn, 16.maí 2019.
Afgreiðsla 200. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. maí 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #200
Opinn fundur umhverfisnefndar um drög að nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ, haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar fimmtudaginn, 16.maí 2019.
Opinn fundur umhverfisnefndar um drög að nýrri umhverfisstefnu Mosfellsbæjar haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar 16. maí 2019.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hefur stýrt vinnu við nýja umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ og ákvað að kynna drög að stefnunni fyrir íbúum og hagsmunaaðilum og gefa þeim kost á því að koma með ábendingar og athugasemdir um úrbætur.
Bjartur Steingrímsson formaður og Kristín Ýr Pálmarsdóttir varaformaður fóru yfir vinnu við gerð umhverfisstefnunnar og uppbyggingu og innihald hennar.
Mæting var ágæt bæði af hálfu almennra íbúa og hagsmunaaðila.
Unnið var með kaffihúsafyrirkomulagi á vinnuborðum með þau 8 þema sem fram koma í drögum að umhverfisstefnunni:
1. Umhverfisfræðsla
2. Skógrækt og landgæði
3. Samgöngur
4. Útivist og lýðheilsa
5. Mengun, hljóðvist og loftgæði
6. Neysla og úrgangur
7. Náttúruvernd og vatnsvernd
8. Dýrahald og landbúnaður
Margvíslegar ábendingar og hugmyndir komu fram á fundinum og mun umhverfisnefnd fara yfir þær og skoða hvort ástæða sé til að huga að þeim við gerð umhverfisstefnunnar.