Mál númer 201811033
- 16. janúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #731
Erindi Skálatúns varðandi fjármál.
Afgreiðsla 1380. fundar bæjarráðs samþykkt á 731. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. desember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1380
Erindi Skálatúns varðandi fjármál.
Bókun fulltrúa M-lista: Málefni Skálatúns gagnvart Mosfellsbæ hafa verið óleyst um langa hríð. Viðhorf fulltrúa Miðflokksins til málsins eru þau að Mosfellsbær standi í skuld við Skálatún og fyrir liggur krafa frá lögmanni Skálatúns sem ekki hefur verið samið um að hluta til eða heild. Fulltrúi Miðflokksins telur rétt að mynduð verði samninganefnd af hálfu Mosfellsbæjar sem gangi til samninga við stjórn Skáltúns um þá útistandandi kröfu sem lögð hefur verið fram. Að sinni mun fulltrúi Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu mála vegna Skálatúns og vill samhliða mótmæla seinagangi bæjarins varðandi málið, aðgerðarleysi og áhugaleysi á að leita leiða til að ná sátt í málið.
Bókun D- og V- lista: Mosfellsbær uppfyllir alla samninga um greiðslur til Skálatúns og er samningur i gildi milli Mosfellsbæjar og Skálatúns um þær greiðslur. Skálatún á hins vegar i rekstrarerfiðleikum sem þarf að finna lausn á og er sú vinna i gangi.