Mál númer 2018083810
- 5. september 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #723
Erindið fyrir bæjarráð frá íbúa í Helgafellshverfi
Afgreiðsla 1363. fundar bæjarráðs samþykkt á 723. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. ágúst 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1363
Erindið fyrir bæjarráð frá íbúa í Helgafellshverfi
Bókum M-lista: Mikilvægt er að huga að öryggismálum og frágangi í Helgafellshverfi. Tryggja þarf að verktakar sinni tiltekt á sínu umráðasvæði og haldi bæði tækjum og byggingaúrgangi innan sinnar girðingar. Mikilvægt er að merkingum og stæðamálum sé þannig háttað að hætta stafi ekki af. Varðandi skipulag skal tryggja að stæðum sé þannig komið fyrir að ekki þurfi að neyðast aðeins til að bakka úr þeim við brottför. Forráðamenn barna í hverfinu hafa áhyggjur sem eru skiljanlegar og mikilvægt er að tryggja öryggi á svæðinu næsta vetur og misseri á meðan hverfið er í byggingu.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1363. fundar bæjarráðs að vísa málinu til umhverfissviðs til skoðunar og fela því að funda með íbúasamtökum hverfissins til að upplýsa þau um stöðu framkvæmda í hverfinu.