23. ágúst 2018 kl. 07:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um stækkun lóðar - Bjartahlíð 25201805176
Frestað frá síðasta fundi Við eftirlit umhverfissviðs kom í ljós að aspir sem kvartað hefur verið undan eru í landi Mosfellsbæjar en tilheyra íbúum við húss við Björtuhlíð. Á 464. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til bæjarráðs."
Samþykkt með 3 atkvæðum 1363. fundar bæjarráðs að vísa málinu til lögmanns Mosfellsbæjar til umsagnar.
2. Jörðin Óskot2018083806
Tilkynning barst um að jörðin Óskot sé til sölu.
Erindið lagt fram.
3. Beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda v. Hraðastaðavegs 17201807123
Beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda
1363. fundur bæjarráðs synjar erindinu með 3 atkvæðum með vísan til niðurstöðu minnisblaðs lögmanns bæjarins.
4. Frágangur í Helgafellshverfi2018083810
Erindið fyrir bæjarráð frá íbúa í Helgafellshverfi
Bókum M-lista: Mikilvægt er að huga að öryggismálum og frágangi í Helgafellshverfi. Tryggja þarf að verktakar sinni tiltekt á sínu umráðasvæði og haldi bæði tækjum og byggingaúrgangi innan sinnar girðingar. Mikilvægt er að merkingum og stæðamálum sé þannig háttað að hætta stafi ekki af. Varðandi skipulag skal tryggja að stæðum sé þannig komið fyrir að ekki þurfi að neyðast aðeins til að bakka úr þeim við brottför. Forráðamenn barna í hverfinu hafa áhyggjur sem eru skiljanlegar og mikilvægt er að tryggja öryggi á svæðinu næsta vetur og misseri á meðan hverfið er í byggingu.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1363. fundar bæjarráðs að vísa málinu til umhverfissviðs til skoðunar og fela því að funda með íbúasamtökum hverfissins til að upplýsa þau um stöðu framkvæmda í hverfinu.
5. Fráveituáætlun Mosfellsbæjar 20182018084280
Á fund bæjarráðs kemur Brynjólfur Björnsson frá Verkfræðistofunni Mannviti og kynnir fráveituáætlun Mosfellsbæjar.
Fráveituáætlun Mosfellsbæjar kynnt og lögð fram.
Gestir
- Brynjólfur Björnsson, Mannvit
6. Rekstur deilda janúar til júní 20182018084288
Rekstraryfirlit janúar til júní 2018 lagt fram.
Rekstraryfirlit janúar til júní 2018 kynnt og lagt fram.
Gestir
- Pétur Jens Lockton, fjármálastjóri Mosfellsbæjar
7. Vátryggingar Mosfellsbæjar - útboð201803402
Kynnt niðurstaða útboðs á vátryggingum.
Frestað