Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201803196

  • 4. apríl 2018

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #714

    Frum­varp um breyt­ingu á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, bann við umskurði drengja, um­sögn kynnt.

    Af­greiðsla 266. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 714. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 20. mars 2018

      Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #266

      Frum­varp um breyt­ingu á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, bann við umskurði drengja, um­sögn kynnt.

      Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að taka und­ir til­lög­una með vís­an til meg­in­reglu 1. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002.

      Bók­un FFE fulltúa D-lista:
      Ég tek und­ir um­sögn Embætt­is lands­lækn­is um frum­varp til laga um breyt­ingu á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um, nr. 19/1940 (bann við umsk­urn drengja), 114 mál að trú­ar­leg­ar og menn­ing­ar­leg­ar hlið­ar á þessu máli séu svo rík­ar, að umskurð­ur á for­húð drengja muni verða fram­kvæmd­ur um ófyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð óháð því hvaða af­stöðu heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa að­gerð. Það er því nauð­syn­legt að lög­gjöf á þessu sviði sé gerð þann­ig úr garði að umskurð­ur á drengj­um valdi ekki barn­inu skaða.
      Hætta er á að um­rætt frum­varp muni leiða til þess að þess­ar að­gerð­ir muni verða gerð­ar við að­stæð­ur sem ekki tryggja ör­yggi þeirra barna sem hér um ræð­ir.
      Ég get því ekki stutt frum­varp­ið eins og það er sett fram.