Mál númer 201803196
- 4. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #714
Frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum, bann við umskurði drengja, umsögn kynnt.
Afgreiðsla 266. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 714. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. mars 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #266
Frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum, bann við umskurði drengja, umsögn kynnt.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að taka undir tillöguna með vísan til meginreglu 1. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Bókun FFE fulltúa D-lista:
Ég tek undir umsögn Embættis landslæknis um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við umskurn drengja), 114 mál að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjáanlega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða.
Hætta er á að umrætt frumvarp muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.
Ég get því ekki stutt frumvarpið eins og það er sett fram.