Mál númer 201802138
- 21. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #711
Siðareglur íþrótta- og tómstundafélaga sem fá styrki frá Mosfellsbæ
Afgreiðsla 218. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 711. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. febrúar 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #218
Siðareglur íþrótta- og tómstundafélaga sem fá styrki frá Mosfellsbæ
Íþrótta - og tómstundanefnd samþykkir eftirfarandi:
Mosfellsbær áskilur sér rétt til að skilyrða allar fjárveitingar til íþrótta- og tómstundafélaga, að þau setji sér siðareglur, viðbragðs- og aðgerðaráætlun í tengslum við þær og skulu félögin fræða starfsfólk sitt um kynferðislega áreitni/ofbeldi og hvers konar annað ofbeldi. Einnig skal félagið stofna og/eða hafa aðgang að óháðu fagráði sem tekur á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og ábyrgðaraðila. Félaögin skulu sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi og aðgerðaráætlun þar sé skýr.
Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert.