15. febrúar 2018 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Jón Eiríksson (JE) varaformaður
- Bryndís Björg Einarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ 2017201705328
Niðurstöður rannsókna meðal grunnskólabarna í 5.-7. bekk 2017
Á fundinn mætti Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu mætti á fundinn og kynnti niðurstöður fyrir nefndarmönnum.
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017201801094
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir.
3. Siðareglur íþrótta- og tómstundafélaga sem fá styrki frá Mosfellsbæ201802138
Siðareglur íþrótta- og tómstundafélaga sem fá styrki frá Mosfellsbæ
Íþrótta - og tómstundanefnd samþykkir eftirfarandi:
Mosfellsbær áskilur sér rétt til að skilyrða allar fjárveitingar til íþrótta- og tómstundafélaga, að þau setji sér siðareglur, viðbragðs- og aðgerðaráætlun í tengslum við þær og skulu félögin fræða starfsfólk sitt um kynferðislega áreitni/ofbeldi og hvers konar annað ofbeldi. Einnig skal félagið stofna og/eða hafa aðgang að óháðu fagráði sem tekur á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og ábyrgðaraðila. Félaögin skulu sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi og aðgerðaráætlun þar sé skýr.
Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert.