Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. október 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði

Sigurdur Júlíusson

Sam­þykkt að breyta dagskrá fund­ar þann­ig að fjórða mál á út­sendri dagskrá, er­indi Hild­ar Mar­grét­ar­dótt­ur um 1325. fund bæj­ar­ráðs, verði tek­ið fyrst á dagskrá og þriðja mál á dagskrá, Fjár­hags­áætlun Mos­fell­bæj­ar, verði ann­að mál á dagskrá.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Hild­ar Mar­grét­ar­dótt­ur um 1325. fund bæj­ar­ráðs201710167

    Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.

    Hild­ur Mar­grét­ar­dótt­ir (HMa), vara­bæj­ar­full­trúi M-lista, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið. Jafn­framt var við­stödd Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri. Hild­ur vék af fundi kl. 7:39.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að feng­inn verði vinnusál­fræð­ing­ur sem hlot­ið hef­ur við­ur­kenn­ingu Vinnu­eft­ir­lits rík­is­ins til að gera út­tekt á sam­skipt­um full­trúa í bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar. Hon­um verði einn­ig fal­ið að gera áætlun um úr­bæt­ur.

    Til­lag­an er felld með þrem­ur at­kvæð­um.

    Bók­un V-, D og S- lista
    Átöl­ur Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna þess að formað­ur bæj­ar­ráðs veitti fund­ar­manni ekki áminn­ingu á bæj­ar­ráðs­fundi 12. októ­ber sl.eru inni­stæðu­laus­ar og er þeim vísað á bug. Við árétt­um einn­ig á að ásak­an­ir um einelti eru grafal­var­leg­ar en því mið­ur er oft illa far­ið með þetta mik­il­væga hug­tak í ís­lensku sam­fé­lagi.

    Bók­un M - lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Ástæð­an fyr­ir til­lögu Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er að fram­koma meiri­hlut­ans í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hafa lengi bor­ið öll ein­kenni einelt­is en í reglu­gerð er það skil­greint svo:
    “Einelti er sí­end­ur­tekin hegð­un sem al­mennt er til þess fallin að valda van­líð­an hjá þeim sem fyr­ir henni verð­ur, svo sem að gera lít­ið úr, móðga, særa eða ógna við­kom­andi eða að valda hon­um ótta.“

  • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021201705191

    Drög að fjárhagsáætlun 2018-2021 lögð fram.

    Á fund­inn und­ir þess­um lið mættu Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri, Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa drög­um að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 til fyrri um­ræðu á næsta fund bæj­ar­stjórn­ar hinn 1. nóv­em­ber næst­kom­andi.

    • 3. Minja­stofn­un aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um styrki úr hús­frið­un­ar­sjóði fyr­ir 2018201710166

      Umsóknir skulu berast fyrir 1. des. nk.

      Lagt fram.

    • 4. Er­indi Íbúðalána­sjóðs til sveit­ar­stjórn­ar201706107

      Boð um kaup á íbúðum af Íbúðalánasjóði. Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lagt fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að af­þakka til­boð Íbúðalána­sjóðs um kaup á þrem­ur íbúð­um í Mos­fells­bæ, enda er ver­ið að gera ráð fyr­ir öðr­um lausn­um hvað það varð­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:51