26. október 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Sigurdur Júlíusson
Samþykkt að breyta dagskrá fundar þannig að fjórða mál á útsendri dagskrá, erindi Hildar Margrétardóttur um 1325. fund bæjarráðs, verði tekið fyrst á dagskrá og þriðja mál á dagskrá, Fjárhagsáætlun Mosfellbæjar, verði annað mál á dagskrá.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Hildar Margrétardóttur um 1325. fund bæjarráðs201710167
Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Hildur Margrétardóttir (HMa), varabæjarfulltrúi M-lista, mætti á fundinn undir þessum lið. Jafnframt var viðstödd Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri. Hildur vék af fundi kl. 7:39.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fenginn verði vinnusálfræðingur sem hlotið hefur viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Honum verði einnig falið að gera áætlun um úrbætur.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun V-, D og S- lista
Átölur Íbúahreyfingarinnar vegna þess að formaður bæjarráðs veitti fundarmanni ekki áminningu á bæjarráðsfundi 12. október sl.eru innistæðulausar og er þeim vísað á bug. Við áréttum einnig á að ásakanir um einelti eru grafalvarlegar en því miður er oft illa farið með þetta mikilvæga hugtak í íslensku samfélagi.Bókun M - lista Íbúahreyfingarinnar
Ástæðan fyrir tillögu Íbúahreyfingarinnar er að framkoma meirihlutans í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa lengi borið öll einkenni eineltis en í reglugerð er það skilgreint svo:
“Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta.“2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Drög að fjárhagsáætlun 2018-2021 lögð fram.
Á fundinn undir þessum lið mættu Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 til fyrri umræðu á næsta fund bæjarstjórnar hinn 1. nóvember næstkomandi.
3. Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunarsjóði fyrir 2018201710166
Umsóknir skulu berast fyrir 1. des. nk.
Lagt fram.
4. Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar201706107
Boð um kaup á íbúðum af Íbúðalánasjóði. Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að afþakka tilboð Íbúðalánasjóðs um kaup á þremur íbúðum í Mosfellsbæ, enda er verið að gera ráð fyrir öðrum lausnum hvað það varðar.