Mál númer 201709371
- 18. október 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #703
Borist hefur erindi frá Local lögmenn fh. Monique van Oosten dags. 18. september 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi jarðarinnar Selholt lnr. 123760 og 123761.
Afgreiðsla 446. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 703. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. október 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #446
Borist hefur erindi frá Local lögmenn fh. Monique van Oosten dags. 18. september 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi jarðarinnar Selholt lnr. 123760 og 123761.
Skipulagsnefnd er neikvæð gagnvart erindinu ma. vegna legu jarðarinnar en í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem vatnsverndarsvæði. Um þessar mundir er í gangi vinna á vegum Mosfellsbæjar varðandi vatnsverndarsvæði í Mosfellsdal. Í ljósi þessa telur nefndin ekki tímabært að taka endanlega afstöðu til erindisins.