Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201709312

  • 4. október 2017

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #702

    Til­nefn­ing vegna jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar 2017

    Af­greiðsla 260. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 702. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 26. september 2017

      Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #260

      Til­nefn­ing vegna jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar 2017

      Fjöl­skyldu­nefnd stað­fest­ir fyrri sam­þykkt sína í tölvu­pósti um að veita Femín­ista­fé­lagi Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar árið 2017. Fé­lag­ið hef­ur unn­ið mark­visst að því að jafna rétt kynj­anna með því að sýna frum­kvæði og kveikja um­ræðu tengt kyn­bundnu of­beldi, kynjam­is­mun­un og að vekja máls og auka fræðslu í mála­flokkn­um. Fé­lag­ið stóð fyr­ir fjöl­mörg­um áhuga­verð­um við­burð­um, með­al ann­ars má nefna söfn­un til styrkt­ar Stíga­mót­um und­ir yf­ir­skrift­inni „Ég er á móti kyn­ferð­isof­beldi“. Í þeirri söfn­un skap­að­ist sam­tal og um­ræða milli nem­enda á öll­um aldri um birt­ing­ar­mynd kyn­bund­ins of­beld­is og við­brögð gegn því. Hald­in voru reglu­bund­in kaffi­húsa­kvöld þar sem kynja­fræði­kennsla, kynja­kvóti, kyn­bund­ið of­beldi og kynjam­is­mun­un voru rædd. Enn­frem­ur stóð FemMos fyr­ir jafn­réttisviku þar sem boð­ið var upp á ýmsa fræðslu og um­ræðu­hópa um jafn­rétti í víð­um skiln­ingi.

      Með við­ur­kenn­ing­unni vill Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar hvetja íbúa og starfs­menn Mos­fells­bæj­ar til að fylgja góðu for­dæmi FemMos í þeirri von að fylgja eft­ir vit­und­ar­vakn­ingu og auka um­ræðu um jafn­rétti kynj­anna.