Mál númer 201709312
- 4. október 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #702
Tilnefning vegna jafnréttisviðurkenningar 2017
Afgreiðsla 260. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 702. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. september 2017
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #260
Tilnefning vegna jafnréttisviðurkenningar 2017
Fjölskyldunefnd staðfestir fyrri samþykkt sína í tölvupósti um að veita Femínistafélagi Framhaldsskólans í Mosfellsbæ jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2017. Félagið hefur unnið markvisst að því að jafna rétt kynjanna með því að sýna frumkvæði og kveikja umræðu tengt kynbundnu ofbeldi, kynjamismunun og að vekja máls og auka fræðslu í málaflokknum. Félagið stóð fyrir fjölmörgum áhugaverðum viðburðum, meðal annars má nefna söfnun til styrktar Stígamótum undir yfirskriftinni „Ég er á móti kynferðisofbeldi“. Í þeirri söfnun skapaðist samtal og umræða milli nemenda á öllum aldri um birtingarmynd kynbundins ofbeldis og viðbrögð gegn því. Haldin voru reglubundin kaffihúsakvöld þar sem kynjafræðikennsla, kynjakvóti, kynbundið ofbeldi og kynjamismunun voru rædd. Ennfremur stóð FemMos fyrir jafnréttisviku þar sem boðið var upp á ýmsa fræðslu og umræðuhópa um jafnrétti í víðum skilningi.
Með viðurkenningunni vill Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hvetja íbúa og starfsmenn Mosfellsbæjar til að fylgja góðu fordæmi FemMos í þeirri von að fylgja eftir vitundarvakningu og auka umræðu um jafnrétti kynjanna.