26. september 2017 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn við umfjöllun mála nr. 201709312 og 2017081235.[line]Kristbjörg Hjaltadóttir ráðgjafarþroskaþjálfi sat einnig fundinn.[line]Ólafur Ingi Óskarsson vék af fundi að lokinni umfjöllun um Trúnaðarmál nr. 1143 kl. 09:10.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisviðurkenning 2017201709312
Tilnefning vegna jafnréttisviðurkenningar 2017
Fjölskyldunefnd staðfestir fyrri samþykkt sína í tölvupósti um að veita Femínistafélagi Framhaldsskólans í Mosfellsbæ jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2017. Félagið hefur unnið markvisst að því að jafna rétt kynjanna með því að sýna frumkvæði og kveikja umræðu tengt kynbundnu ofbeldi, kynjamismunun og að vekja máls og auka fræðslu í málaflokknum. Félagið stóð fyrir fjölmörgum áhugaverðum viðburðum, meðal annars má nefna söfnun til styrktar Stígamótum undir yfirskriftinni „Ég er á móti kynferðisofbeldi“. Í þeirri söfnun skapaðist samtal og umræða milli nemenda á öllum aldri um birtingarmynd kynbundins ofbeldis og viðbrögð gegn því. Haldin voru reglubundin kaffihúsakvöld þar sem kynjafræðikennsla, kynjakvóti, kynbundið ofbeldi og kynjamismunun voru rædd. Ennfremur stóð FemMos fyrir jafnréttisviku þar sem boðið var upp á ýmsa fræðslu og umræðuhópa um jafnrétti í víðum skilningi.
Með viðurkenningunni vill Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hvetja íbúa og starfsmenn Mosfellsbæjar til að fylgja góðu fordæmi FemMos í þeirri von að fylgja eftir vitundarvakningu og auka umræðu um jafnrétti kynjanna.2. Landsfundur jafnréttisnefnda 2017 í Stykkishólmi2017081235
Landsfundur jafnréttisnefnda 2017.
Lagt fram minnisblað frá fulltrúum Mosfellsbæjar á landsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var í Stykkishólmi 15. september 2017.
3. Ársfjórðungsyfirlit 2017201704230
Ársfjórðungsyfirlit fjölskyldusvið II. ársfjórðungur
Drög að ársfjórðungsyfirliti vegna II. ársfjórðungs 2017 lagt fram.
4. Könnun á stöðu leiguíbúða sveitarfélaga201709220
Svör vegna könnunar Varasjóðs Húsnæðismála um félagsleg húsnæðismál
Yfirlit yfir svör við spurningum Varasjóðs húsnæðismála lagt fram.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Trúnaðarmálafundur - 1143201709021F
Fundargerð 1143 trúnaðarmálafundar tekin fyrir á 260. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerðir til kynningar
7. Trúnaðarmálafundur - 1138201708027F
Fundargerð lögð fram.
8. Trúnaðarmálafundur - 1139201708030F
Fundargerð lögð fram.
9. Trúnaðarmálafundur - 1140201709006F
Fundargerð lögð fram.
10. Trúnaðarmálafundur - 1141201709011F
Fundargerð lögð fram.
11. Trúnaðarmálafundur - 1142201709020F
Fundargerð lögð fram.
12. Trúnaðarmálafundur - 1144201709023F
Fundargerð lögð fram.