Mál númer 201707173
- 23. ágúst 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #699
Íbúahreyfingin óskar eftir málinu á dagskrá.
Afgreiðsla 1315. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 699. fundi bæjarstjórnar.
- 20. júlí 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1315
Íbúahreyfingin óskar eftir málinu á dagskrá.
Á fundinn mættu undir þessum lið Árni Davíðsson (ÁD), heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að gera samantekt á því sem áunnist hefur í fráveitumálum og gert hefur verið til að varna mengun Varmár á undanförnum árum. Þar verði auk þess gerð grein fyrir stöðunni nú og mögulegum lausnum.