20. júlí 2017 kl. 07:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn - ósk um styrk201707129
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn - ósk um styrk
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, en bendir bréfritara á að sækja um styrk til fjölskyldusviðs þegar auglýst er eftir styrkumsóknum í byrjun næsta árs.
2. Afmæli Mosfellsbæjar 2017201702033
Lagðar fram tillögur að verkefnum vegna undirbúnings 30 ára kaupstaðarafmælis Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að vinna áfram að útfærslu þeirra tillagna sem fram koma í framlögðu minnisblaði.
3. Framtíð aðalsendis hljóð- og sjónvarps á höfuðborgarsvæðinu201707149
Framtíð aðalsendis hljóð- og sjónvarps á höfuðborgarsvæðinu
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa til að taka þátt í fundi með Póst- og fjarskiptastofnun um staðsetningu aðalsendistöðva hljóðvarps og útvarps á höfuðborgarsvæðinu.
4. Stefnumótun Mosfellsbæjar 2017201702305
Lagt fram stefnuskjal til samþykktar
Stefna Mosfellsbæjar 2017 - 2027 samþykkt með þremur atkvæðum.
6. Heimili fyrir börn201706318
Minnisblað starfsmanna lagt fram.
Frestað.
7. Starfsemi Skálatúns 2016 og nýr þjónustusamningur201701074
Starfsemi Skálatúns - Minnisblað lagt fram.
Frestað.
8. Vinnureglur: umsagnir við ráðningar 2017201707152
Minnisblað um vinnureglur varðandi umsagnir við ráðningar.
Frestað.
9. Ráðning forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar201707143
Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðrar ráðningar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar
Frestað.
10. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla lögð fram.
Frestað.